fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Kristrún safnar í kosningasjóð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. mars 2024 16:30

Kristrún Frostadóttir - Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar auglýsir á Facebook-síðu sinni eftir fólki sem tilbúið er að styrkja flokkinn mánaðarlega til að byggja upp kosningasjóð.

„Fullt af fólki vill styðja við það sem við erum að gera í Samfylkingunni. Enda er raunhæfur möguleiki á að við fáum nýja ríkisstjórn á næsta kjörtímabili – undir forystu jafnaðarfólks. En það er mikil vinna framundan. Og margar leiðir til að leggja sitt að mörkum,“ skrifar Kristrún.

Hún vísar því næst á vefsvæðið styrkja.is þar sem hægt er að skrá sig sem styrktaraðili Samfylkingarinnar. Á vefsvæðinu er hægt að styrkja ýmis konar félagasamtök hér á landi og ekki síst góðgerðarfélög.

Á svæði Samfylkingarinnar á styrkja.is kemur fram að hægt er að styrkja flokkinn einu sinni eða mánaðarlega. Fólki býðst að styrkja flokkinn um 2.000, 3.000 eða 5.000 krónur á mánuði eða að velja upphæð sem viðkomandi greiðir mánaðarlega til flokksins. Tekið er fram að hver einstaklingur geti að hámarki styrkt flokkinn um 550.000 krónur á ári og að öll framlög einstaklinga sem fari yfir 300.000 krónur séu birt opinberlega í ársreikingi flokksins.

Kristrún segir í færslunni að þeim sem skrái sig fyrir mánaðarlegum styrk verði haldið upplýstum um hvernig fénu verður ráðstafað og að söfnunin fari vel af stað:

„Fórum af stað með þetta í gær og strax fjöldi fólks búinn að skrá sig. Takk fyrir það! Skiptir mig máli – mun fylgjast með þessu og planið er að upplýsa mánaðarlega styrktaraðila um stöðuna og nýtingu þeirra fjármuna sem safnast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“