Barnaþingmenn í Kópavogi vilja sjá aukna áherslu á list- og verklegt nám, jafnt aðgengi fyrir alla, reglur um símanotkun og fartölvur í stað spjaldtölva.
Þetta var niðurstaðan á árlegu barnaþingi bæjarins sem fór fram í dag. Þar komu saman fulltrúar barna úr öllum skólum Kópavogs. Tveir fulltrúar frá hverjum skóla auk fulltrúa ungmennaráðs. Alls voru þetta 30 börn sem mættu í dag til að ræða úrbótatillögur.
Ekki var þetta þó alvaran ein þar sem strákarnir í VÆB mættu til barnaþingmanna í hádeginu og tróður þar upp við mikinn fögnuð áður þingmenn fengu sér hádegishressingu eftir strit við málefnavinnuna. Loks ávarpaði sviðsstjóri menntasviðs þingið og þakkaði þátttakendum sit framlag.
Að venju voru skólaþing haldin í aðdraganda barnaþings í skólum bæjarins. Þar völdu skólarnir tillögurnar sem til umræðu voru í dag. Margar tillögurnar voru samhljóða svo á dagskrá voru sjö tillögur:
Kópavogur fékk árið 2021 viðurkenningu í tilefni þess að bærinn innleiddi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar með var Kópavogur kominn í hóp Barnvænna sveitarfélaga en hugmyndafræði bæjarins byggir á alþjóðlegu verkefni UNICEF. Innleiðing sáttmálans hófst árið 2018. Barnaþing er liður í þeirri vinnu svo að börn geti ályktað og komið með tillögur til bæjarstjórnar og þar með tekið þátt í lýðræði og haft áhrif á samfélagið sitt.