fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Sakaður um að nota Messenger og Facebook sem ofbeldistæki – „Allt internetið mun löðra í sannleik“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 18. mars 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 26. mars verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað gegn manni fyrir framgöngu hans gegn konu á Messenger og Facebook og með öðrum ótilgreindum rafrænum hætti.

Ákæruliðirnir eru tveir og í hinum fyrri er maðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot og hótanir vegna skilaboða sem hann sendi konunni í gegnum Messenger aðfaranótt og að morgni 26. október 2022. Segir í ákæru að með þessum skilaboðum, sem voru samtals 43, hafi maðurinn „áreitt hana með kynferðislegu orðbragði og hótað henni líkamsmeiðingum og lífláti, en skilaboðin voru ítrekuð og meiðandi og til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar og vekja hjá henni ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð“

Fyrir utan tugi grófra kynferðislegra skilaboð sendi maðurinn meðal annars eftirfarandi skilaboð:

„Lem ykkur bæði við rétt tækifæri“

„Þú ert bara drusla sem vilt slíta fjölskyldu þína í sundur“

„Heyrði ðmurlega sögu í gær. Tík misskildi og tík malaði. En blessuð tíkin. Henni bar bara lógað [sex lyndistákn]“

„En svona í sannleika sagt. Aumingjar hóta. Hinir gera“

Kvartaði yfir konunni í Facebook-færslu

Í síðari ákærulið er maðurinn sakaður um að hafa sent 11 rafræn skilaboð til konunnar og hafi þau verið til þess fallin að vekja hjá henni ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Meðal annars sendi maðurinn konunni skjáskot af Facebook-færslu sem hann hafði birt um hana:

„Hvað á maður að gera sem veit af konu sem bæði lemur og grætir fósturbarn sitt ítrekað? Búinn að sjá þetta og get ekki meir. Löggan? Barnavernd? Tárast [lyndistákn]“

Skilaboðin fela mörg hver í sér hótanir um að ráðast gegn mannorði konunar, t.d. þessi texti:

„Nafnið þitt. Allt internetið mun löðra í sannleik. gangi þér vel að hrista það að þér. Tími fyrir sannleik! Game on, bieaaaaatch!“

Maðurinn sakar konunar um að fara með deilur þeirra tveggja í börnin og má ráða af sendingunum að fólkið eigi börn saman. Skilaboðin eru heilt yfir orðljót og andstyggileg, m.a. þessi:

„what comes around goes around. Það er þegar búið að klaga þig. Vonum svo bara að þetta endi þar. Níðingur!!“

Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir brot gegn 233. grein almennra hegningarlaga, en hún er eftirfarandi:

„Hver, sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum.“

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verður dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrir hönd konunnar er krafist 800 þúsund króna í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni