Hraun frá eldgosinu sem hófst í kvöld er nú komið innan við 200 metra frá Grindavíkurvegi og rúmlega kílómetra frá heitavatnslögn og háspennulínum sem liggja í norður frá Svartsengi. Þetta hefur mbl.is eftir Gunnari Schram, yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Að óbreyttu ætti hraunið að ná veginum næsta klukkutímanum, en ekki er útilokað að hraunrennslið taki breytingum.