fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Ármann telur hugsanlegt að ekki gjósi fyrr en í haust og að eldvirknin muni færast

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. mars 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega mun ekki gjósa á Reykjanesskaga fyrr en í haust að mati Ármanns Höskuldssonar, eldfjallafræðings við Háskóla Íslands. Hann telur að eldvirknin færist næst yfir í Eldvörp og að nýjar gervihnattarmyndir sýni að landrisið sé að færast vestur eftir Reykjanesskaga.

Þetta kemur fram í viðtali við hann í Morgunblaðinu í dag. „Ég reikna með að þessi hegðun breytist þegar Eldvörpin byrja. Þá er auðveldara fyrir kvikuna að komast beint upp og þá fáum við væntanlega lengri gos og hugsanlega einhverja öðruvísi hegðun,“ sagði hann einnig.

Hann sagðist telja að landrisið við Fagradalsfjall sé hverfandi samanborið við landrisið í Svartsengi. Sé þetta að hans mati skjálftavirkni sem sé svar Evrasíusflekans við að losna frá Ameríkuflekanum.

Hann sagði að Fagradalsfjall sé svæði sem ekki eigi að gjósa á en það hafi verið tektónískar spennur sem losnuðu í upphafi sem gert að verkum að gat myndaðist og kvikan komst upp á yfirborðið. Þetta sé ekki dæmigerður gliðnunaratburður og í Sundhnúkum og eigi eftir að eiga sér stað í Eldvörpum og á Reykjanestá.

Hann sagðist telja að eins og staðan er núna, muni ekki draga til tíðinda á Reykjanesskaga fyrr en í haust og að þá muni gjósa í Eldvörpum en ekki á Sundhnúkagígaröðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg