fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Þrír karlar og þrjár konur í áframhaldandi gæsluvarðhaldi í Stóra-Mansalsmálinu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2024 18:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír karlar og þrjár konur hafa verið úrskurðuð í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald í Stóra-Mansalsmálinu. Öll voru handtekin í síðustu viku í kjölfar umfangsmikilla aðgerða aðgerða á höfuðborgarsvæðinu og víðar, en tilefni málsins er rökstuddur grunur um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og grunur um skipulagða brotastarfsemi. Rannsókn máls miðar ágætlega samkvæmt tilkynningu lögreglu, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Meintur höfuðpaur í málinu er talinn vera Davíð Viðarson, eigandi Vy-þrifa, veitingastaðanna Pho-Vietnam, Wok-on og fleiri félaga. Aðrir handteknu tengjast Davíð og starfsemi hans. Alls eru níu með stöðu sakbornings í málinu. Kveikur fjallaði ítarlega um málið í síðustu viku. Þar var tætt við þolanda sem sagðist hafa greitt um 9.mkr. á núvirði við komuna landsins og um 8,3 m.kr. til viðbótar þegar eiginkona viðkomandi og börn komu til Íslands. Viðmælandi er frá Víetnam og er sagður einn af tugum þolenda sem eiga það sameiginlegt að hafa komið til Íslands í leit að betra lífi.

Var þar rakið hvernig Davíð, sem áður hét Quang Lé, varð umsvifamikill í viðskiptum á Íslandi. Hann hefur rekið fjölda veitingastaða, verslana og hótela svo dæmi séu tekin. Fjölskylda Davíðs hefur eins aðkomu að rekstri fyrirtækja hans og skráð þar stjórnendur og hluthafar. ASÍ greindi frá því að hafa fengið ábendingar um málið í janúar á síðasta ári. Þar væri fólk látið vinna 12-14 klukkustunda vaktir, alla daga vikunnar. Fyrir þetta fengi fólkið ekki rétt laun.

Lögregla hefur greint frá því að rannsókn málsins hafi hafist fyrir þó nokkur síðan, enda hafi tekið lögreglu töluverðan tíma að vinna sér inn traust þolenda. Kveikur greindi frá því sama, en fréttamenn fóru með Vinnustaðaeftirlitinu á Pho Vietnam á Suðurlandsbraut í febrúar og gekk illa að fá starfsfólk tli að tjá sig um aðstæður sínar.

Viðmælendur DV sem búa nærri veitingastað Pho Vietnam á Laugavegi telja nær öruggt að lögregla hafi til skoðunar að rekstur veitingastaða hafi verið notaður til að þvætta ávinning af brotastarfsemi, enda sé staðurinn meira og minna mannlaus. Vietnam Cuisine hefur verið rekið með hagnaði og á félagið töluverðar eignir.

Heimildarmaður sem þekkir til starfsemi Davíðs segir þolendur í vonlausri stöðu. Þau óttist að vera send aftur til síns heima ef þau kvarta undan aðstæðum sínum. Þau hafi greitt milljónir undir borðið til að komast til Íslands. Ferlið sé gjarnan svo að eftir að þolendur hafa greitt uppsett verð þá er ráðist í að falsa skjöl fyrir viðkomandi til að fá dvalarleyfi á grundvelli vinnureynslu eða sérfræðiþekkingar. Þetta fái svo stuðning með ráðningarsamningi sem gjarnan er fyrir fyrirtæki í eigu Davíðs. Síðan er fólkið látið vinna þar til það fær ótímabundið dvalarleyfi, en þá er það fljótt að hverfa til annarra starfa. Slíkt tekur gjarnan fimm ár og á þessum tíma er fólkið látið vinna myrkranna milli, jafnvel fyrir annan rekstur en þau eru ráðin til. Brotið er freklega gegn kjarasamningum og fólkið fær aðeins brotabrot af áunnum launum. Á meðan vænkast hagur gerenda töluvert. Þarna er um að ræða mikla greiðslu sem fólkið borgar til að koma til Íslands, peningarnir eru þvættaðir í gegnum rekstur sem er svo haldið á floti með eins konar nauðungarvinnu sem lítið þarf að greiða fyrir.

Eins og fram hefur komið í fréttum leikur eins grunur á að þolendur hafi mátt búa við þröngan kost, jafnvel í rottufullum matarkjöllurum á skítugum dýnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg