fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

SA boðar til atkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn í VR

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2024 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjaradeila Samtaka atvinnulífsins (SA) virðist stefna í algjöran hnút. Allt stefnir í að félagsmenn VR sem starfa hjá Icelandair samþykki í atkvæðagreiðslu að efna til verkfalla. Í tilkynningu frá SA kemur fram að klukkan 12 hafi samtökin hafið allsherjaratkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja sinna um verkbann á allt skrifstofufólk sem er félagsmenn í VR.

Í tilkynningunni segir að í ljósi atkvæðagreiðslu VR um boðun verkfallsaðgerða fyrir farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli hafi stjórn Samtaka atvinnulífsins samþykkt einróma að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn í VR. Verkbann muni, ef til þess komi, ná til alls skrifstofufólks sem aðild á að VR og fellur undir almennan kjarasamning SA og VR.

Forysta VR hafi byrjað atkvæðagreiðslu um boðun verkfallsaðgerða fyrir farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Fyrstu lotu verkfalls sé ætlað að standa í þrjá sólarhringa, frá kl. 00:01 föstudaginn 22. mars til kl. 23:59 sunnudaginn 24. mars. Segir í tilkynningunni að aðgerðunum virðist ætlað að brjóta þá launastefnu sem hafi verið nýverið mörkuð með Stöðugleikasamningnum, launastefnu sem forysta VR hafi tekið sjálf þátt í að móta.

„Við höfum gengið frá Stöðugleikasamningi við öll stærstu stéttarfélög og landssambönd á almennum vinnumarkaði.  Stöðugleikasamningurinn er fjögurra ára kjarasamningur sem tryggir launafólki 3,25-3,5% árlegar launahækkanir með 23,750 kr. lágmarki.  Markmið samningsins eru að ná niður verðbólgu og stuðla að því að skilyrði skapist til vaxtalækkana en þeim markmiðum stendur ógn af boðuðum skæruverkföllum í tengslum við sérkjarasamning sem leiðir af aðalkjarasamningi VR.“  Er haft eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur framkvæmdastjóra SA.

Samhverfa

Í tilkynningunni segir að það sé samhverfa í vinnulöggjöfinni varðandi vinnustöðvanir. Verkbann sé úrræði atvinnurekanda í vinnudeilum sem Samtök atvinnulífsins séu óhrædd við að beita. Í stað þess að forysta VR lami starfsemi tiltekinna fyrirtækja og atvinnugreina með verkföllum fárra félagsmanna muni SA með verkbanni auka þrýsting á VR að ljúka yfirstandandi kjaraviðræðum. Verkbann sé sambærilegt verkfalli og þýði að félagsfólk VR mæti ekki til starfa og launagreiðslur falli niður.

„Tilgangur boðaðs verkbanns af hálfu SA er að þrýsta á forystu VR að ljúka yfirstandandi kjaraviðræðum í takt við þá stefnu sem þegar hefur verið mörkuð. Tilgangur verkbannsins er að verja tækifærið til að ná efnahagslegum stöðugleika.“ segir Sigríður Margrét æi tilkynningunni.     

Atkvæðagreiðsla hófst um verkbann meðal allra aðildarfyrirtækja SA 12. mars kl. 12:00 og upplýsingafundur hefst í kjölfarið kl. 14:00. Atkvæðagreiðslan stendur til 14. mars kl. 14:00. Verði verkbann samþykkt mun það taka gildi föstudaginn 22. mars kl. 00:01, þ.e. á sama tíma og verkfalli VR er ætlað að hefjast.

Segir enn fremur í tilkynningunni að veittar verða undanþágur frá verkbanni vegna nauðsynlegrar grunnþjónustu og fresti forysta VR boðuðum verkföllum muni Samtök atvinnulífsins að sama skapi fresta verkbannsaðgerðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg