fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Ólafur allt annað en sáttur: „Aumingjagangur Krónunnar er ótrúlegur“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2024 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Hauksson, almannatengill og hluthafi í Festi hf., móðurfélagi Krónunnar, er allt annað en sáttur við Krónuna og segir að stjórnendur þar hafi valið að setja viðskiptavini sína í hættu frekar en að þurfa að borga mögulegar skaðabætur.

Ólafur gerir viðtal við Ástu Fjeldsted, forstjóra Festis, sem birtist í Morgunblaðinu í gær að umtalsefni í aðsendri grein sem birtist á vef Vísis í morgun. Í viðtalinu sagði Ásta að Krónan hafi reynt að losna út úr samningum við Wok On en veitingahúsakeðjan rak þrjá staði í verslunum Krónunnar. Eins og kunnugt er réðst lögregla í umfangsmiklar aðgerðir í síðustu viku vegna gruns um peningaþvætti, mansal og skipulagða brotastarfsemi.

Sjá einnig: Ásta segir að starfsfólki Krónunnar hafi brugðið:„Þetta er svo hörmu­legt mál“

Ásta sagði að Krónan hafi sagt upp samningum við Wok On í nóvember í fyrra og síðan þá hafi fyrirtækið reynt að koma sér út úr samstarfinu. Af lagalegum ástæðum hafi það reynst erfitt því Krónan þá verið bótaskyld, en 12 mánaða uppsagnarákvæði hafi verið í samningnum.

Hagstæðara að fórna orðspori sínu?

Ólafur gagnrýnir þetta harðlega og segir að Krónan hafi ákveðið að selja viðskiptavinum vafasaman mat í fjóra mánuði til viðbótar, allt þar til lögregla gerði rassíuna fyrir viku síðan.

„Þetta er ótrúlega hallærislegt. Krónan valdi semsagt að setja viðskiptavini í þá hættu að fá matareitrun og þaðan af verra frekar en þurfa að borga mögulegar skaðabætur,“ segir Ólafur og bætir við: „Með öðrum orðum, Krónan taldi hagstæðara að fórna orðspori sínu og stefna heilsu viðskiptavina í hættu en þurfa kannski að borga skaðabætur.“

Ólafur heldur áfram:

„Aumingjagangur Krónunnar er ótrúlegur. Fyrirtækið hafði ekki afskipti af þeim matsölustöðum sem voru að selja heitan mat inni í verslunum fyrirtækisins og þarmeð undir merkjum þess. Það kom forráðamönnum Krónunnar á óvart að Heilbrigðiseftirlitið skyldi gefa Wok On stöðum Krónunnar hauskúpu fyrir óþrifnað og hættulega meðferð matvæla. Hverskonar skeytingarleysi er þetta um það verðmæta vörumerki sem Krónan er?“

Hvað vissi Krónan?

Ólafur bendir svo á að þann 11. október síðastliðinn hafi viðskiptavinur sent fyrirspurn gegnum Messenger um tengsl Krónunnar við Wok On eftir fréttaflutning um hinn miður geðslega lager þar sem matvæli voru geymd við óheilnæmar aðstæður innan um meindýr og rottuskít.

Ólafur segir að svarið sem barst frá Krónunni hafi verið svona:

„Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum tengist umræddur eigandi ekki Wok On ehf. sem rekur þá staði sem starfræktir eru innan Krónunnar. Sá aðili sem tengist umræddu máli Davíð Viðarsson, á 40% í Wok On Mathöll ehf sem starfrækir veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði.

Félagið hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri þeirra staða.

Við hjá Krónunni munum að sjálfsögðu fylgjast með rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og stöðu mála á umræddu atviki og bregðast við ef þörf er á.“

Ólafur segir að þetta svar rími illa við þá fullyrðingu Ástu Fjeldsted að Krónan hafi strax eftir rassíuna á matvælalagernum í október viljað segja upp samningum við Wok On.

„Ef Quang Le/Davíð Viðarsson tengdist Wok On hjá Krónunni ekkert, hvers vegna þótti ástæða til að slíta samningum sem allra fyrst? Hvað vissi Krónan um tengsl Quang Le við Wok On staðina í Krónunni?

Það er líka sérkennilegt að sjá Krónuna fullyrða að fylgst verði með rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á rottulagernum, en hafa enga hugmynd um hauskúpuna sem þetta sama heilbrigðiseftirlit veitti matsölustöðum innan veggja Krónunnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu