Tilnefningum til embættis biskups lauk fyrir hádegi í dag. Í tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar kemur fram að þrír efstu aðilarnir, og þar með þeir sem kosið verður um í biskupstól, hafi verið eftirtaldir:
Sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju (65)
Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju (60)
Sr. Elínborg Sturludóttir, prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, (52)
Næstir komu, með 10 tilnefningar eða fleiri:
Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir (47)
Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir (41)
Sr. Bjarni Karlsson (38)
Sr. Kristján Björnsson (20)
Sr. Sveinn Valgeirsson (13)
Alls voru 48 tilnefndir en á tilnefningarskrá voru 167, af þeim tilnefndu 160 eða 95.81%. Kosningarnar sjálfar hefjast 11. apríl næstkomandi og standa til 16. apríl.