fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Ásta segir að starfsfólki Krónunnar hafi brugðið: „Þetta er svo hörmu­legt mál“ 

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. mars 2024 08:00

Ásta Fjeldsted fyrir miðri mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er svo hörmu­legt mál að maður trú­ir því varla að þetta sé að ger­ast á Íslandi,“ segir Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, í Morgunblaðinu í dag.

Ásta segir að Krónan hafi reynt að losna út úr samningu við Wok On en veitingahúsakeðjan rak þrjá staði í verslunum Krónunnar. Lögregla réðst í umfangsmiklar aðgerðir í síðustu viku vegna gruns um peningaþvætti, mansal og skipulagða brotastarfsemi.

Ásta segir að Krónan hafi sagt upp samningum við Wok On í nóvember í fyrra og síðan þá hafi fyrirtækið reynt að koma sér út úir samstarfinu. Af lagalegum ástæðum hafi það reynst erfitt því Krónan þá verið bótaskyld.

Ásta bendir á að Krónan hafi ekki fengið skýrslur Heilbrigðiseftirlitsins til sín en í þeim fékk Wok On lága einkunn.

„Við tök­um þessu mjög al­var­lega og erum að end­ur­skoða all­ar þær kröf­ur og upp­lýs­inga­gjöf sem við not­um til þess­ara sjálf­stæðu veit­inga­rýma í versl­un­um Krón­unn­ar sem og ann­ars staðar hjá okk­ur,“ segir hún við Morgunblaðið.

Hún segir að starfsfólki Krónunnar sé brugðið eftir aðgerðir lögreglu. Um sé að ræða hörmulegt mál.

„Ef rétt reyn­ist, og að um man­sal og fleira hafi verið að ræða, reyn­ir á staðlað ákvæði í samn­ing­um okk­ar sem við trúðum að aldrei myndi reyna á. All­ir samn­ing­ar okk­ar kveða skýrt á um vernd alþjóðlegra mann­rétt­inda og að vinna gegn hvers kyns nauðung­ar- eða þrælk­un­ar­vinnu. Við rift­um samn­ingn­um strax í kjöl­far þess að aðgerðirn­ar fóru fram, þó svo að auðvitað hefðum við viljað slíta þeim strax í nóv­em­ber.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“