fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Óhugnanleg hnífaárás í Valshverfi – Réðst fyrirvaralaust á starfsmenn hverfisverslunarinnar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. mars 2024 15:35

Árásin í OK Market náðist á eftirlitsmyndavél.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnaleg hnífaárás átti sér stað um fjögurleytið í gær í verslun OK Market á horni Hlíðarfót­ar og Hauka­hlíðar í Vals­hverf­inu svokallaða. Árásarmaðurinn, sem er góðkunningi lögreglunnar, var handtekinn skömmu eftir árásina en starfsmennirnir tveir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Áverkar þeirra reyndust blessunarlega ekki vera alvarlegir.

DV hefur undir höndum myndband úr öryggismyndavél verslunarinnar þar sem hildurleikurinn sést glöggt. Þar má sjá árásarmanninn ganga inn í versluna og taka starfsmennina tvo tali sem standa fyrir aftan afgreiðslukassann. Samræðurnar virðast rólegar og ekki að sjá að starfsmönnunum standi nein ógn af gestinum.

Maðurinn ræddi rólega við starfsmenn verslunarinnar til að byrja með. Mynd/Skjáskot úr öryggismyndavél

Árásarmaðurinn virðist svo ætla að ganga áfram inn í verslunina en þá dregur hann skyndilega upp hníf úr vasa sínum og ræðst fyrirvaralaust á starfsmennina tvo. Eftir stutt átök ná starfsmennirnir að komast undan og hlaupa úr augsýn inn í verslunina. Árásarmaðurinn virðist þá íhuga að veita þeim eftirför en ákveður síðan að ganga hröðum skrefum út úr versluninni. Atburðarásin er hröð en alls líða 40 sekúndur frá því að árásarmaðurinn kemur inn í verslunina og þar til að árásin er yfirstaðin.

Hnífamaðurinn réðst fyrirvaralaust á starfsmenn verslunarinnar. Mynd/Skjáskot úr öryggismyndavél.

Árásarmaðurinn er samkvæmt heimildum DV af erlendu bergi brotinn.  Í umfjöllun Mbl.is um árásina kemur fram að hann eigi sér langa afbrotasögu hérlendis. Hann hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir skjalafals og sakfelldur fyrir fjölmörg brot þar á meðal vald­stjórn­ar­brot, brot gegn nálg­un­ar­banni, lík­ams­árás, hús­brot og brot gegn sótt­varna­lög­um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Í gær

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki
Fréttir
Í gær

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“