fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Hvetja leigjendur til að íhuga það alvarlega að hafna kjarasamningunum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. mars 2024 18:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kunnugt er undirrituðu Samtök atvinnulífsins og breiðfylking hluta af fjölmennustu verkalýðsfélögum landsins kjarasamning til fjögurra ára í gær. Ríkisstjórnin samþykkti að ráðast í víðtækar aðgerðir til að liðka fyrir undirritun samningsins meðal annars að hækka húsnæðisbætur og tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir börn. Almenn ánægja virðist vera með samninginn og talað um að hann auki stöðugleija og muni gagnast við að ná verðbólgu niður. Sjórnar Leigjendasamtakanna er hins vegar ekki á sama máli og segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna samningsins leggja auknar byrðar á leigjendur og hvetur félagsmenn félaga í Breiðfylkingunni að íhuga það alvarlega að hafna samningunum í atkvæðagreiðslu.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að nýundirritaðir kjarasamningar Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök Atvinnulífsins með aðkomu íslenska ríkisins staðfesti og viðhaldi áratugalangri kjaraskerðingu fyrir stóra launþegahópa á leigumarkaði. Leigjendasamtökin lýsi yfir vanþóknun sinni á að forysta verkalýðshreyfingarinnar hafi gengist við forsendum stjórnvalda um aðgerðir fyrir leigjendur og hvetji launþega á leigumarkaði til að íhuga alvarlega að hafna samningunum í kosningu. Enda séu hagsmunir þeirra fyrir borð bornir með bæði fyrirhuguðum launahækkunum og aðgerðum stjórnvalda.

Húsaleiga hækki umfram aðrar hagstærðir

Í tilkynningunni segir að húsaleiga hafi hækkað langt umfram flestar aðrar hagstærðir í hagkerfinu undanfarin áratug og ollið látlausri kjaraskerðingu hjá stórum hópum launþega á leigumarkaði. Stjórnvöld hafi jafnframt ekki efnt ítrekuð loforð um átak í uppbyggingu á húsnæði og einnig svikið fyrri loforð til leigjenda sem verkalýðshreyfingin hafi samið um. Stjórn leigjendasamtakanna hafi lagt inn kröfur um aðgerðir á leigumarkaði til húsnæðisnefndar ASÍ síðastliðið haust með átta skilgreindum og rökstuddum nauðsynlegum kröfum til að stöðva kjaraskerðingu launþega á leigumarkaði. Engum af þeim kröfum hafi verið mætt af hálfu stjórnvalda og ekki svo mikið sem reifaðar í þeim aðgerðapakka sem lagður var fram í gær.

Stjórn Leigjendasamtakanna furði sig á því að verkalýðsforystan samþykki þann ágang sem launþegar á leigumarkaði verði fyrir sem valdi látlausri hnignun á lífsskilyrðum og lífsviðurværi þeirra. Sem hagsmunasamtök fyrir rúmlega fjörtíu þúsund heimili á leigumarkaði sem rekin eru í sjálfboðastarfi treysti Leigjendasamtökin á að verkalýðshreyfingin sé málssvari launþega á leigumarkaði. Leigjendasamtökin treysti á að forystufólk verkalýðshreyfingarinnar víkji sér ekki undan þeirri grunnkröfu að nauðug dvöl á leigumarkaði valdi ekki kjaraskerðingu hjá félagsmönnum sínum og steypi þeim í fátækt eða komi þeim á vergang.

Eignastaða lágtekjufólks á fasteignamarkaði hríðfalli

Í tilkynningunni segir enn fremur að heildarverðmæti séreignar á húsnæðismarkaði hjá fjörtíu prósent launþega með lægstar tekjur hafi dregist mikið saman allt frá árinu 2013. Þær tölur frá Hagstofunni staðfesti að aðeins örlítill hluti þessara launþega búi í séreign og að mörg hafi misst þær fasteignir sem þau áttu fyrir. Tölurnar þýði líka að yfirgnæfandi meirhluti þeirra sem bæst hafi við í hverri af þeim fjórum tekjutíundum sem um ræðir frá árinu 2013 neyðist til að búa á óregluvæddum leigumarkaði. Það sé því furðulegt að ekki sé gengið harðar frammi fyrir skjöldu til að draga úr kjaraskerðingu launþega á leigumarkaði. Launþegar á leigumarkaði þurfi að geta vænst þess að með félagsgjöldum til sinna verkalýðsfélaga og þar með talið launagreiðslur til forystufólks að þeir þurfi ekki að búa við látlausa kjaraskerðingu og að hagsmunir þeirra séu í forgrunni.

Húsaleiga hafi étið upp ávinning verkalýðsfélagana

Í tilkynningunni segir að neðalhúsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um rúmlega 40.000 krónur frá því í haust. Hækkun á grunnframfærslu sé að sama skapi tæplega 15.000 krónur frá því í fyrra. Samanlagt sé þessi hækkun á framfærslukostnaði leigjenda 55.000 krónur. Með þeim samningum sem voru undirritaðir í gær, hafi verið samið um hækkun á ráðstöfunartekjum upp á 16.000 krónur eða 3.25% í tæplega 7% verðbólgu. Í aðgerðarpakka stjórnvalda sem sé grunnur að undirritun samninga hafi svo verið tilkynnt um hækkun hámarks húsnæðisbóta upp á 15.000 krónur til lítils hóps leigjenda. Að meðaltali muni upphæð hækkunar vera 10.500 krónur á mánuði.

Það verði því um raunverulega hækkun ráðstöfunartekna upp á 26.500 krónur fyrir launþega á leigumarkaði á meðan að grunnframfærsla og húsaleiga hækki um 55.000 krónur. Með þannig samningum sé verið að staðfesta og viðhalda áratugalangri kjaraskerðingu fyrir stóra launþegahópa á leigumarkaði. Það geti heldur ekki þjónað hagsmunum langflestra atvinnurekenda að stór hluti starfsfólks þeirra greiði bróðurpart ráðstöfunartekna sinna í húsaleigu og sé þannig meinað að taka þátt í því að efla verslun, þjónustu og menningarstarf með þáttöku sinni. Þeir atvinnurekendur sem vilji sjá ráðstöfunartekjur launþega á leigumarkaði hríslast um hagkerfið en ekki í vasa braskara á húsnæðismarkaði ættu að leggjast á árar með verkalýðshreyfingunni og leigjendum og krefja stjórnvöld um raunverulegar aðgerðir fyrir leigjendur.

Lúsarlegar húsnæðisbætur valdi frekari hækkunum

Enn fremur segja Leigjendasamtökin að sú mikla áhersla sem lögð sé að hækka húsnæðisbætur, sem þó sé því marki brenndar að þær nýtist aðeins minnihluta leigjenda og mæti aðeins broti af þeim hækkunum sem þeir búi við valdi hinsvegar hækkunum hjá öllum leigjendum. Mjög skýr samfylgni sé á milli hækkunar á húsaleigu og hækkun húsnæðisbóta og hafi hækkun húsaleigu alltaf verið mikið hærri í kjölfarið en hækkun bótanna. Þannig valdi hækkun húsnæðisbóta mikilli hækkun á húsaleigu sem leggist yfir allan leigumarkaðinn og líka á þann meirihluta leigjenda sem ekki fái bæturnar. Þess vegna valdi þær mjög hratt enn frekari kjaraskerðingu hjá öllum leigjendum. Frá árinu 2017 hafi  hámarks húsnæðisbætur fyrir einstakling í lágtekjuhópi hækkað um 10.633 krónur sem sé 8% lækkun á raunvirði en húsaleiga á 80 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu um 133.000 krónur sem sé 25% hækkun á raunvirði.

Húsnæðisbætur nýtist æ færri leigjendum vegna þess að síhækkandi leiga valdi því að launþegar á leigumarkaði þurfa að bæta við sig vinnutíma eða öðrum störfum til að geta greitt húsaleigu. Slíkt valdi því að flestir leigjendur séu ekki gjaldgengir til húsnæðisbóta vegna tekjuskerðinga. Með yfirlýstum aðgerðum stjórnvalda eigi að hækka hámarks húsnæðisbætur fyrir einstakling á leigumarkaði um aðeins 10.100 krónur og sé það jafnframt grundvöllur fyrir undirritun kjarasamninga. Þessu mótmæli Leigjendasamtökin, því þá framkalli hækkun húsnæðisbóta á enn frekari hækkun á húsaleigu en jafnframt sé hækkun bótanna í engu samhengi við stöðuna á leigumarkaði og yfirgengilega verðlagningu.

Launþegum á leigumarkaði gert að borga fyrir bætt kjör eignafólks?

Að lokum segir í tilkynningu Leigjendasamtakanna að um sé að ræða hræðilega niðurstöðu og aldrei ætti að vera réttlætanlegt að láta þær fjölskyldur sem verst hafa það í samfélaginu borga fyrir frið á vinnumarkaði með hnignandi lífskjörum sínum, sama hvort það bæti lífskjör þeirra sem búi svo vel að vera í séreign og öryggi á húsnæðismarkaði. Reynsla undanfarins áratugs hafi staðfest óhefta sjálftöku á leigumarkaði. Hvorki vaxtalækkun né lækkun verðbólgu hafi haft jákvæð áhrif á húsaleigu. Þegar að stýrivextir hafi lækkað um 92% og verðbólga um 72% frá árinu 2011 og til ársloka 2019, hafi húsaleiga hækkað um 102%. Áhersla forystufólks verkalýðshreyfingarinnar um kjarabætur til almennra launþega í formi lægri vaxta og verðbólgu hafi því hingað til einungis gagnast þeim sem hafi verið svo lánsamir að eiga kost á því að taka húsnæðislán.

Leigjendasamtökin hvetji alla launþega á leigumarkaði innan Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar til að íhuga það alvarlega að hafna þessum samningum og þrýsta í kjölfarið á forystufólk sitt að krefja stjórnvöld um raunverulegar aðgerðir á leigumarkaði með það að markmiði að stöðva ágang og aðför að lífskjörum þeirra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum