fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Mágurinn mátti þola hávaða úr hreinsibúnaði þar sem hann lá á slysadeildinni

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 6. mars 2024 17:30

Sjúkrahúsið á Akranesi. Mynd/Akraneskaupstaður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingur kærði vinnubrögð embættis landlæknis og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands til heilbrigðisráðuneytisins. Taldi hann mág sinn búa við óviðunandi aðstæður á sjúkrahúsinu á Akranesi í ljósi þess að hreinsibúnaður gaf frá sér hávaða í herberginu hans.

Málið var kært til ráðuneytisins þann 4. desember síðastliðinn og úrskurðað var í því þann 28. febrúar. Var kærunni vísað frá.

Aðalefni kærunnar lutu að samskiptum stofnananna varðandi kvartanirnar. Var þess krafist að athugasemdunum yrði svarað nægilega.

Erindið var upphaflega sent þann 17. október árið 2022 til Ríkiseigna en framsent til annarra stofnana. Laut það að herberginu sem mágurinn hafði fengið úthlutað. Þar var hreinsibúnaður sem gaf frá sér hávaða á ákveðnum tímapunkti í hreinsunarferlinu.

Var honum tjáð samdægurs að athugasemdirnar yrðu teknar til rannsóknar. Þann 15. nóvember sama árs tjáði embætti landlæknis honum að aðstæðurnar yrðu skoðaðar.

Vildi vera „innvinklaður“

Um viku seinna, þann 21. nóvember kvartaði kærandinn yfir því að vera ekki nægilega „innvinklaður“ í meðferð embættisins og honum ekki haldið nægilega upplýstum.

„Var kæranda, sama dag, tjáð af embættinu að starfsmenn þess og Heilbrigðiseftirlitsins hefðu þegar farið á staðin og málið væri í vinnslu. Ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar á þeim tíma. Síðar sama dag sendi kærandi embættinu athugasemdir um þá heilbrigðisþjónustu sem mágur hans hlaut að öðru leyti á sjúkrahúsinu á Akranesi og framkomu starfsfólks gagnvart honum,“ segir í úrskurðinum.

Þann 19. janúar greindi Heilbrigðisstofnun Vesturlands honum frá því að úrbætur yrðu gerðar á herberginu, legurými á slysadeild sjúkrahússins á Akranesi, til þess að koma í veg fyrir að þetta kæmi aftur fyrir.

Gengu skeyti á milli embætta og kæranda sem gerði enn þá athugasemdir og taldi sig ekki hafa fengið nægilegan rökstuðning varðandi aðbúnað og aðstöðu á sjúkrahúsinu. Embætti landlæknis taldi sig hins vegar hafa uppfyllt eftirlitshlutverk sitt.

Vísað frá

Eins og áður segir var málinu vísað frá. Bent var á að embætti landlæknis hefði veitt kæranda upplýsingar og farið í eftirlitsferð á sjúkrahúsið.

„Kærandi getur ekki talist vera aðili að slíku máli hjá embætti landlæknis. Verður því ekki talið að kærandi geti kært úrlausn slíks máls til ráðuneytisins eða eigi rétt á upplýsingum um lyktir slíks máls umfram almennar reglur stjórnsýsluréttar,“ segir í niðurstöðunum.

Þeim þætti sem laut að Heilbrigðisstofnuninni var ekki skilgreint sem stjórnvaldsákvörðun af hennar hálfu og því ekki kæranleg til ráðuneytisins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg