fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Bandaríkin útiloka ekki að senda langdræg flugskeyti til Úkraínu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. mars 2024 06:30

Himars-kerfið frá Bandaríkjunum í notkun í Úkraínu. Mynd:Twitter/Oleksii Reznikov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld hafa ekki útilokað að láta Úkraínumönnum langdræg flugskeyti í té. Um ATACMS-flugskeyti er að ræða en með þeim gætu Úkraínumenn hæft skotmörk langt inni í Rússlandi.

Á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í síðustu viku sagði John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden forseta, að önnur vestræn ríki hafi nú þegar látið Úkraínumönnum langdræg flugskeyti í té og að Bandaríkin eigi „enn í viðræðum“ við Úkraínumenn um langdrægu útgáfuna af ATACMS.

„Við höfum aldrei slegið ATACMS út af borðinu. Þau eru enn hluti af pakkanum og hlut af þeim viðræðum sem við eigum við Úkraínu,“ sagði Kirby.

En til að hægt verði að láta Úkraínumönnum ATACMS í té þarf þingið að samþykkja nýjan hjálparpakka handa Úkraínu en hann situr fastur í fulltrúadeildinni þar sem Repúblikanar neita að taka málið til afgreiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg