Á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í síðustu viku sagði John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden forseta, að önnur vestræn ríki hafi nú þegar látið Úkraínumönnum langdræg flugskeyti í té og að Bandaríkin eigi „enn í viðræðum“ við Úkraínumenn um langdrægu útgáfuna af ATACMS.
„Við höfum aldrei slegið ATACMS út af borðinu. Þau eru enn hluti af pakkanum og hlut af þeim viðræðum sem við eigum við Úkraínu,“ sagði Kirby.
En til að hægt verði að láta Úkraínumönnum ATACMS í té þarf þingið að samþykkja nýjan hjálparpakka handa Úkraínu en hann situr fastur í fulltrúadeildinni þar sem Repúblikanar neita að taka málið til afgreiðslu.