fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Lögreglan skoðar tengsl gluggagægja meðal sorphirðumanna og innbrota á Álftanesi

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 09:00

Innbrotin tvö voru bæði framin við Túngötu á Álftanesi. Mynd/Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú ábendingar um að sorphirðumenn á Álftanesi hafi verið að líta inn um glugga fólks til að athuga hvort einhver sé heima. Tvö innbrot hafa verið framin í kjölfar þess að sést hafi til sorphirðumanns á glugga. Forstjóri Íslenska gámafélagsins segir allar ábendingar kannaðar af hálfu félagsins.

Tvö innbrot hafa verið framin við Túngötu á Álftanesi og mikil umræða spunnist um þau á samfélagsmiðlum. Bent er á að þau hafi verið með svipuðum hætti. Einum eða tveimur dögum fyrir innbrotin hafi sorphirðumaður sést líta inn um glugga og bílskúr viðkomandi húss.

Komið að gluggagægjum

Í umræðunum um málið segjast fleiri íbúar hafa séð eða komið að sorphirðumönnum að annað hvort kíkja inn um glugga eða að fara inn á lóðir eða garða.

Ein kona segir að hún hafi komið að sorphirðumanni inni í garði að horfa inn um glugga. Hann hafi forðað sér þegar hann hafi séð heimilisfólkið.

Einn maður segir að sorphirðumaður hafi verið kominn inn á pall hjá sér og orðið mjög vandræðalegur þegar komið var að honum og hann spurður hvað hann væri að gera.

Rætt er um að hugsanlega séu sorphirðumennirnir að skanna svæði, til að sjá álitleg og tóm hús til að brjótast inn í, og veita innbrotsþjófum upplýsingar um það.

Í skoðun hjá lögreglu

Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, vildi sem minnst segja um málið. Hann staðfesti hins vegar að þetta mál á Álftanesi væri í skoðun.

Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins sem sér um allan Garðabæ, Kópavog og Mosfellsbæ, kannaðist einnig við að málið væri í skoðun.

Jón Þórir Frantzson forstjóri Íslenska gámafélagsins. Mynd/Íslenska gámafélagið

„Starfsmenn okkar í sorphirðu eru labbandi upp við hús alla daga, á Álftanesi, í Garðabæ og víðar og eru mikið að stytta sér leiðir yfir garða og slíkt til að flýta fyrir sér. Við fylgjumst reglulega með því og fáum ábendingar um það. Ef starfsmenn okkar eru á grunsamlegri nótunum þá rannsökum við það í hvert einasta skipti,“ segir Jón. „Við þiggjum ábendingar í hvert einasta skipti og það er meðal annars það sem við erum að gera núna í Álftanesi.“

Sífellt fleiri með myndavélar

Jón segir að þessi umræða sé ekki að koma upp í fyrsta skipti. Sífellt fleiri heimili séu nú með myndavélar.

„Það er ekkert sem við höfum í höndunum sem bendir til þess að okkar starfsmenn séu sekir um glæpi af þessu tagi. En við fylgjumst mjög grannt með þessu,“ segir hann.

Mjög strangar reglur séu hjá félaginu og Jón telur að það upplýsi starfsmenn sína eins vel og hægt er um hvað megi ekki gera. Það sé hins vegar freistandi að stytta sér leiðir. Þá segir hann að ef félagið komist að því að einhver fótur sé fyrir svona sögum muni félagið tilkynna það.

 

Uppfært:

Rannsókn lögreglunnar er lokið. Að sögn hennar hafa engin tengsl sorphirðumanna við innbrotin fundist.

Sjá einnig:

Rannsókn lögreglu á gluggagægjunum lokið – „Þeir hafa engin tengsl við nein innbrot“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin