fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Akureyrarbær hafnaði beiðni Sjúkrahússins

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 14:30

Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrar síðastliðinn mánudag var tekinn fyrir beiðni Sjúkrahússins á Akureyri um að lokunum leikskóla bæjarins í sumar yrði dreift yfir lengra tímabil en ætlunin er til að draga úr vandræðum við að manna nauðsynleg störf á sjúkrahúsinu á meðan lokununum stendur. Beiðninni var hins vegar hafnað.

Í sumar verða leikskólar á Akureyri lokaðir ýmist frá 1. júlí til 26. júlí eða frá 8. júlí til 2. ágúst.

Með fundargerð fundarins á vef Akureyrarbæjar er birt bréf frá framkvæmdastjóra mannauðssviðs Sjúkrahússins á Akureyri. Í bréfinu segir að sú tilhögun að hafa alla leikskólana lokaða í júlí, fyrir utan fyrstu viku mánaðarins þegar hluti þeirra verði opinn, valdi verulegum vandræðum á sjúkrahúsinu og þess vegna sé óskað eftir því að tilhögun lokana verði endurskoðuð.

Miðað við bréfið hafa sumarlokanir leikskóla á Akureyri verið með þessu sniði undanfarin ár og segir í bréfinu að vandræðin sem þetta hafi valdið séu töluverð. Það starfsfólk sem eigi börn á leikskólum óski eðlilega eftir að taka sitt sumarleyfi á sama tíma og leikskólar séu lokaðir. Þetta skapi erfiðleika við mönnun því erfitt sé að mæta óskum og þörfum svo margra um sumarleyfi á sama tíma. Sumarafleysingafólk sé einnig með sömu óskir þar sem margir í þeim hópi eigi einnig börn á leikskóla.

Tekið er fram í bréfinu að bent hafi verið á þá lausn að færa börn á aðra leikskóla tímabundið en það sé í raun ekki valkostur þar sem það skapi rót og vandamál fyrir börnin sem foreldrar vilji ekki.

Sjúkrahúsið þurfi að dreifa sumarleyfum frá 15. maí til 15. september og því væri hentugra ef sumarlokanir leikskólanna næðu yfir lengra tímabil til dæmis frá 15. júní til 15. ágúst.

Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkaði fyrir erindið en hafnaði því á þeim grundvelli að minnst nýting væri á leikskólum bæjarins í júlí og það væri hagkvæmast fyrir rekstur og þjónustu leikskólanna að loka á þeim tíma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar