Björgunarsveitamaðurinn og forsetaframbjóðandinn Tómas Logi Hallgrímsson safnar nú meðmælum fyrir framboð sitt. Hann leitar að öflugum liðstyrk til að leggja hönd á plóg.
Sjá einnig: Tómas Logi tilkynnir framboð til forseta
Á Facebook-síðu framboðsins skrifar Tómas:
„Vertu til að leggja hönd á plóg“
Vilt þú leggja hönd á plóg fyrir framboðið?
Framboðið óskar eftir fólki til að vera innan handar þegar kemur að því að safna meðmælum og koma Tómasi Loga á framfæri.
Einnig vantar einhvern sem getur veitt ráðgjöf varðandi lagalegu hliðar lífsins.
Endilega sendið póst á tomaslogi2024@gmail.com ef þú hefur áhuga á að aðstoða.“