fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Stefán Einar og Kolbeinn Tumi deila: „Þetta er reyndar ekki rétt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður og þáttastjórnandi á Morgunblaðinu, og Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru ekki sammála hvaða mælikvarða á að nota þegar talað er um stærstu vefmiðla landsins.

Stefán Einar hefur verið duglegur að hrósa sínu fólki á mbl.is og í nýrri færslu á Facebook segir hann að þegar umferð um helstu vefmiðla landsins er skoðuð hjá Gallup sjáist að á „alla mælikvarða“ sé mbl.is stærsti vefur landsins og á „langflesta mælikvarða séu allir aðrir vefir dvergar“ í samanburðinum. Kolbeinn Tumi gerði athugasemd við færslu Stefáns Einars og sagðist ósammála þessari túlkun hans.

Mbl.is og Vísir hafa átt í harðri samkeppni um lesendur og hafa miðlarnir skipt efsta sætinu bróðurlega á milli sín þegar kemur að fjölda notenda á hverjum degi að meðaltali. Mbl.is var til að mynda á toppnum á listanum sem var birtur síðasta þriðjudag en í lista sem birtist í morgun var Vísir með naumt forskot. Mbl.is hefur hins vegar haft vinninginn þegar kemur að flettingum og innlitum á vefina.

Heimildin langt á eftir

Stefán Einar tekur stórt upp í sig og segir að það hafi í raun litla þýðingu að fjalla um aðra vefmiðla í sömu andrá og þessa tvo.

„Svo smáir og lítilvægir eru þeir. Til gamans má þó nefna, og svona til þess að kalla fram brosviprur á ákveðnum stöðum, að flettingar á Heimildin.is voru 2% af því sem þær voru á Mbl.is í liðinni viku. Þar á bæ hafa hugumprúðir rannsóknarblaðamenn og yfirrannsóknarritstjórar gert mikið úr þeim styrkveitingum sem Árvakur hefur notið í samanburði við aðra fjölmiðla. Ef skoðaðir eru meðalnotendur síðastliðinnar viku þá fékk Heimildin 2.725 kr. fyrir hvern notanda en Árvakur 458 kr. Stuðningur við rannsóknarherrana er því hlutfallslega sexfaldur á við það sem elsti og langöflugasti fjölmiðill landsins fær,“ segir Stefán Einar.

Eins og að dást að markatölunni

Kolbeinn Tumi skrifaði athugasemd við færslu Stefáns Einars og sagði ágætt að hann birti mynd með færslu sinni vel á þriðja ár aftur í tímann.

„Þar sést falleg gul lína fyrir ofan gráa línu stærstan hluta tímans til marks um daglegan lestur á Vísi samanborið við Mbl.is. Vísir hefur nefnilega verið meira lesinn samkvæmt þeim mælikvarða sem íslenskir vefmiðlar hafa um árabil notast við líkt og víðast hvar í heiminum. Daglegir notendur. Að notast við flettingar er eins og fyrir fótboltalið að dást að markatölunni sinni í töflunni þó stigin séu færri. Þau skipta vissulega máli og maður gæti alveg séð fyrir sér deild þar sem lið með bestu markatöluna vinnur deildina. En líkt og með daglega notendur þá er miðað við stig, ekki mörk,“ segir Kolbeinn Tumi.

Orðaskiptin fóru fram í gærkvöldi og voru birtar uppfærðar tölur í morgun þar sem Vísir hafði einmitt skotist á toppinn í daglegum notendum.

„Svo kemur ný vika þar sem annar risinn verður ofan á. Þetta er sannarlega tveggja turna tal hvað lestur varðar og hefur verið lengi. Að því sögðu þá hefur Mbl verið á miklu flugi undanfarnar vikur í lestri enda harðduglegir blaðamenn á vaktinni. Hver veit nema Mbl endurheimti titilinn mest lesni vefur landsins árið 2024. En við munum halda áfram að veita ykkur væna samkeppni,“ sagði Kolbeinn Tumi.

Stefán Einar stóð þó fastur á sínu og svaraði:

„Þetta er reyndar ekki rétt. Flestir eru sammála að það að meta „lestur“ vefmiðla eftir fjölda notenda sé fjarstæðukennt. Það sýnir að Ja.is er meira „lesinn“ en margir aðrir vefir á borð við Heimildina etc. Lesturinn ræðst (ekki síst þegar afar litlu munar á daglegum notendum líkt og í tilviki Vísis og MBL) af því hversu oft er farið inn (innlit) og svo fjölda smella (lestra á einstaka fréttir). Þar ber Mbl höfuð og herðar yfir alla aðra og skal engan undra. Miðlar Árvakurs framleiða langsamlega flestar fréttir allra miðla í landinu. Enginn kemst með óklipptar táneglurnar í dag þar sem Mogginn var með hælana í gær,“ sagði hann að lokum.

Hér má sjá lista Gallup yfir aðsóknarmestu vefi landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans