fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Ólafur Ragnar minnist Karls og rifjar upp eftirminnilega ferð þeirra til Rómar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. febrúar 2024 11:30

Útför Karls fer fram frá Hallgrímskirkju í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útför Karls Sigurbjörnssonar biskups fer fram frá Hallgrímskirkju í dag klukkan 13. Fjölmargir minnast Karls í minningargreinum í Morgunblaðinu í dag, þar á meðal aðstandendur, vinir og gamlir kollegar.

Karl lést þann 12. febrúar síðastliðinn á Landspítalanum í faðmi fjölskyldu sinnar en hann fæddist þann 5. febrúar árið 1947. Karl var kjörinn biskup Íslands árið 1997 og gegndi hann embættinu í fjórtán ár frá 1. janúar 1998. Lengst af starfaði hann sem sóknarprestur í Hallgrímskirkju þar sem hann þjónaði í tæp 23 ár.

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er meðal þeirra sem minnast Karls í Morgunblaðinu í dag.

„Biskup Íslands ber fjölþætta ábyrgð. Stjórnar þjóðkirkju með aldalangar rætur í menningu og sögu en fetar einnig ótroðnar slóðir, brautir nýsköpunar og tíðaranda hins sífellt flóknara samfélags. Þarf að vera andlegur leiðtogi, víðsýnn og vitur, en líka sálusorgari, einkum þegar hörmuleg áföll heltaka hugi fólksins í landinu. Allt þetta var Karl Sigurbjörnsson. Sannur kirkjuhöfðingi. Metinn að verðleikum,“ segir Ólafur sem bætir við að Karl muni um ókomna tíð skipa virðingarsess meðal merkra biskupa á þúsund ára vegferð Íslendinga.

Ólafur segir að mestu hafi skipt að séra Karl var einstaklinga góður maður og vinur í raun.

„Það þekktum við í fjölskyldunni. Okkur dýrmætt í veikindum og við andlát Guðrúnar Katrínar. Þá og næstu árin reyndist hann okkur vel. Líka þegar Dorrit kom til sögunnar,“ segir Ólafur og bætir við að Dorrit hafi ætíð metið mikils hve fagnandi Karl tók henni.

Ólafur minnist líka ferðar sem þeir fóru í saman til Rómar.

„Erindið að ná fundi Jóhannesar Páls II, bjóða hans heilagleika að senda fulltrúa á þúsund ára kristnihátíð sem halda skyldi á Þingvöllum. Mun vera í fyrsta og eina sinn sem kirkjuhöfðingi og þjóðhöfðingi Íslands gengu saman til Rómar eins og sagt var fyrrum, mættu báðir í frægðarsali Vatíkansins. Leiðangurinn árangursríkur; kardínáli hinnar kaþólsku kirkju með þjóðinni við Öxará. Á kveðjustundu þökkum við Dorrit, Dalla og Tinna allt sem hann gerði fyrir okkur; einkum á erfiðum tímum, og vottum Kristínu og fjölskyldunni einlæga samúð.“

Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur skrifar líka falleg minningarorð og rifjar til dæmis upp ferð sem þau fór til Úganda og Malaví árið 2010 þar sem þau heimsóttu verkefni á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar.

„Hann var frábær ferðafélagi, hlýr og elskulegur, hafsjór af fróðleik, skemmti okkur „meðreiðarsveinum sínum“ með endalausum sögum og skrýtlum og sagði alltaf eitthvað viðeigandi og uppbyggilegt við fólkið sem við sóttum heim. Flest var það bláfátækt, bjó við yfirvofandi hungursneyð, heilsufarsógn eða í flóttamannabúðum norður undir Súdan. Í tvær vikur prédikaði hr. Karl undir berum himni og á hverjum degi lagði hann eitthvað gott til,“ segir Elínborg.

Fleiri minningargreinar um Karl á síðum Morgunblaðsins í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Í gær

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Í gær

Maður sogaðist inn í þotuhreyfil í Mílanó – Miklar raskanir á flugi

Maður sogaðist inn í þotuhreyfil í Mílanó – Miklar raskanir á flugi
Fréttir
Í gær

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“