fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Fangi á Litla-Hrauni kvartaði til Umboðsmanns Alþingis – Upptökum hafði verið eytt þegar spurst var fyrir

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 18:30

Litla-Hraun. Mynd/Fangelsismálastofnun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vef Umboðsmanns Alþingis nú fyrir helgi kom fram að embættið hafi óskað eftir upplýsingum frá Fangelsismálastofnun og Fangelsinu Litla-Hrauni um myndbandsupptökur úr öryggisklefum og meðhöndlun þeirra. Tilefnið var að tilteknum upptökum hafði verið eytt þegar embættið bað um aðgang að þeim vegna kvörtunar sem því hafði borist. Það er ekki tilgreint nánar hvers eðlis kvörtunin en fram kemur að hún hafi borist frá fanga.

Þegar embættið óskaði eftir upptökunum hafi komið í ljós að þeim hefði verið eytt en upplýst hafi verið að það væri jafnan gert að tveimur til þremur vikum liðnum frá upptöku.

Segir enn fremur að Umboðsmaður Alþingis hafi því óskað eftir nánari upplýsingum um verklagið, við eyðingu á upptökum, bæði almennt og þegar upp komi alvarleg atvik, eða kvartanir vegna slíks, sem gerist í vöktuðum rýmum. Jafnframt sé spurt sérstaklega út í nokkur atriði varðandi málið sem varð kveikjan að þessari athugun. Þar á meðal hvort umbeðið myndefni hafi verið skoðað og hvers vegna ekki hafi verið talin ástæða til að varðveita það, með tilliti til hugsanlegrar kvörtunar fangans eða málskots. Loks vilji embættið fá upplýsingar um lyktir þeirrar endurskoðunar sem staðið hafi yfir á verklagi við líkamsleitir á föngum. Óskað sé eftir svörum fyrir 9. mars.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 43 mínútum
Fangi á Litla-Hrauni kvartaði til Umboðsmanns Alþingis – Upptökum hafði verið eytt þegar spurst var fyrir
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma
Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum
Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær
Bandaríkjamenn ráðast gegn ISIS-liðum – „Hryðjuverkaógeð“
Fréttir
Í gær
Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk
Fréttir
Í gær
Foktjón varð á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita