Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og segir að málið sé viðkvæmt og umdeilt. Til marks um það var ekki minnst á það í yfirliti um þau mál sem voru á dagskrá ríkisstjórnarfundar á föstudag, jafnvel þótt það hafi verið á dagskrá og afgreitt úr ríkisstjórn.
Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að Vinstri grænir séu sagðir hafa viljað fresta kynningunni fram á miðvikudag en dómsmálaráðherra hafi viljað kynna frumvarpið í dag.
Þá segir í fréttinni að þingflokkar stjórnarflokkanna hafi fundað um málið í gær.