Eiríkur Örn Jónsson, lögreglumaður, lést af slysförum miðvikudaginn 7. febrúar á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.
Eiríkur Örn sem var þrjátíu og þriggja ára að aldri lenti í alvarlegu umferðarslysi, á Reykjanesbraut á móts við álverið í Straumsvík, þriðjudaginn 30. janúar. Þar rákust saman vöruflutningabifreið og fólksbifreið sem Eiríkur Örn ók.
Eiríkur Örn skilur eftir sig þrjú börn á aldrinum fjögurra til átta ára, kærustu og stjúpdóttur, foreldra, bróður, og fleiri ástvini.
Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir börn Eiríks Arnars og er hann á nafni og kennitölu Emmu, annarrar barnsmóður hans. DV fékk góðfúslegt leyfi til að birta frétt um styrktarreikninginn.
Þau sem hafa tök á og vilja styðja við börn hans á erfiðum tíma geta lagt inn á neðangreindan reikning,
Kennitala: 1704866259
Reikningur: 0542-14-400086
„Þökkum hlýjar kveðjur og hugulsemina úr öllum áttum á meðan við hlúum að þessum litlu yndislegu sálum.“