fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Þýskur toppráðgjafi segir ekki útilokað að Rússar ráðist á NATO

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 04:30

Rússneskir hermenn í Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Auðvitað er það hugsanlegt. Pútín hefur margoft sagt að hrun Sovétríkjanna hafi verið stærsta slysið á síðustu öld því það hafði í för með sér að svo margir Rússar enduðu utan landamæra Rússlands. Pútín hefur að markmiði að endurreisa Stór-Rússland innan landamæra fyrrum Sovétríkjanna – alþjóðlegt heimsveldi sem hann getur stýrt eins og keisari.“

Þetta sagði Christoph Heusgen, sem stýrir hinni árlegu öryggismálaráðstefnu í München, í samtali við dagblaðið General Anzeiger og bætti við: „Ef Pútín tapar ekki stríðinu í Úkraínu, þá verðum við að vera meðvituð um að hann gæti því næst ráðist á Moldóvu eða Eystrasaltsríkin.“

Heusgen var ráðgjafi Angela Merkel, kanslara, í utanríkismálum frá 2007 til 2017. Því næst var hann sendiherra Þýskalands hjá SÞ og síðan tók hann við stjórn öryggismálaráðstefnunnar í München.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hefur hvatt Evrópuríki til að auka vopnaframleiðslu sína til að geta stutt betur við bakið á Úkraínu og koma í veg fyrir hættuna á „áratugalöngum deilum við Moskvu“.

Þetta sagði hann í samtali við þýska dagblaðið Welt am Sonntag og benti á að Evrópa verði að endurskipuleggja sig og víkka iðnaðarframleiðslu sína  enn hraðar út til að hægt sé að láta Úkraínumönnum meira af vopnum og skotfærum í té og fylla á birgðageymslur Evrópuríkja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“