fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Hryðjuverkamálið: Aðalmeðferð lýkur í dag – Héraðssaksóknari segir að dómari eigi að ákveða refsingu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 14:30

Hluti vopnanna sem gerð voru upptæk við rannsókn málsins. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ætti að skýrast eftir um fjórar vikur hvort þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathanson eru sekir eða saklausir af ákæru um tilraun og hlutdeild í tilraun til hryðjuverka. Aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur lýkur síðar í dag en núna í eftirmiðdaginn flytja verjendur sakborninganna mál sitt.

Saksóknari í málinu, Karl Ingi Vilbergsso, flutti mál sitt í morgun og vakti athygli að hann lagði það þá í hendur dómara að ákvarða refsingu mannanna ef þeir verða fundnir sekir. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. Meginástæðan fyrir þessu er að hvorki hefur verið ákært né sakfellt áður hér á landi fyrir tilraun til hryðjuverka og málið því fordæmalaust.

Karl Ingi telur sannað að félagarnir hafi verið að undirbúa hryðjuverk og það sem hafi stoppað þá ráðagerð hafi verið handtaka þeirra í september árið 2022. Þeir sátu samfellt í gæsluvarðhaldi eftir það í yfir þrjá mánuði.

Mbl.is greindi frá því í gærkvöld að fulltrúi frá Europol, sem bar vitni undir nafnleynd við réttarhöldin, segist standa fullkomlega við þá niðurstöðu Europol að íslenska lögreglan hafi komið í veg fyrir hryðjuverk með handtöku Sindra Snæs og Ísidórs.

Ákæru Héraðssaksóknara var tvívegis vísað frá dómi áður en málið var loks dómtekið eftir að breytt ákæra hafði verið lögð fram. Þótti bæði héraðsdómi og Landsrétti skorta á að skýrt væri í ákæru hvaða orðfæri og yfirlýsingar í samskiptum sakborninganna ættu að sýna fram á að þeir hefðu tekið ákvörðun um að fremja hryðjuverk. Málatilbúnaðurinn er að mjög miklu, en þó ekki öllu leyti byggður á skilaboðaspjalli Sindra Snæs og Ísidórs þar sem þeir ræða möguleg óhæfuverk. Verjendur þeirra hafa ítrekað staðhæft að skilaboðaspjallið hafi verið ábyrgðarlaust og smekklaust óratal og algjörlega skorti gögn um raunverulegar fyrirætlanir og undirbúningsathafnir þeirra til hryðjuverka.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dóra Björt yfirgefur Pírata og gengur í Samfylkinguna

Dóra Björt yfirgefur Pírata og gengur í Samfylkinguna
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“
Fréttir
Í gær

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi
Fréttir
Í gær

Magnaðir hlutir hafa gerst eftir að hetjan í Ástralíu var nafngreind

Magnaðir hlutir hafa gerst eftir að hetjan í Ástralíu var nafngreind
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“