fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Ítrekað ekið undir áhrifum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. febrúar 2024 18:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður nokkur var sakfelldur, í liðinni viku, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ekið undir áhrifum amfetamíns og án ökuréttinda á Vínlandsleið í Reykjavík.

Lögreglan stöðvaði akstur mannsins í október síðastliðnum en maðurinn hafði áður verið sviptur ökuréttindum.

Honum var birt ákæra í málinu en var ekki viðstaddur þingfestingu þess og boðaði ekki forföll. Þar af leiðandi var maðurinn sakfelldur.

Maðurinn á talsverðan sakaferil að baki. Hann hefur áður verið sakfelldur fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Árið 2019 var hann dæmdur tvisvar fyrir slíkt athæfi. Í fyrra skiptið var hann dæmdur í 30 daga fangelsi, en einnig fyrir hraðakstur. Í síðara skiptið í 60 daga fangelsi og þá einnig fyrir akstur eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Hann hefur einnig gengist undir lögreglustjórasáttir og tilheyrandi greiðslu sekta vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og hraðakstur.

Á síðasta ári var hann dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að aka án ökuréttinda og síðasti dómur, á undan þessum, sem hann hlaut var 3 mánaða fangelsi fyrir að aka undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum.

Í ljósi sakaferils mannsins þótti hæfilegt í þetta sinn að dæma hann í 4 mánaða fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns