fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Leiðréttir útbreiddan misskilning um Íslendinga og hvali

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 22:30

Búrhvalur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlend kona hefur ritað færslu í Facebook-hópinn Reykjavik, ICELAND, Travel & Vacation. Þar segist hún leitast við að leiðrétta þann misskilning sem hún segist hafa orðið vör við að neysla hvalkjöts sé útbreidd á Íslandi.

Konan segist hafa orðið vör við margar athugasemdir þessa efnis í netheimum. Hún leggur hins vegar áherslu á að þetta sé rangt:

„Gagnstætt því sem margir telja er neysla hvalkjöts hvorki hefðbundin né vinsæl á Íslandi … Aðeins 1,5 prósent Íslendinga borða hvalkjöt reglulega.“

Konan tekur ekki fram hvaðan hún hefur þessar tölur en líklega er hún að vísa í tölur úr könnun sem  International Fund for Animal Welfare lét gera meðal Íslendinga árið 2016 en þá sögðust 1,5 prósent aðspurðra kaupa hvalkjöt sex sinnum eða oftar á ári. Vísir greindi frá könnunnni á sínum tíma.

Ljóst er að höfundi færslunnar er mjög annt um velferð hvala. Hún bætir því við að hvalir dreifi kolefni um heimshöfin og séu þess vegna mikilvægir í baráttunni við loftslagsbreytingar. Hún hvetur fólk til að njóta hvala úr hæfilegri fjarlægð en sleppa því að borða þá.

Færslan fær þó misjafnar undirtektir í athugasemdum. Sumir taka undir með konunni en aðrir segjast hafa prófað að borða hvalkjöt og það hafi verið ljúffengt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Í gær

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“