fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Ugla í Garðabæ

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 5. febrúar 2024 15:30

Ekki er algengt að sjá uglur á höfuðborgarsvæðinu. Helst sjást þær á flugi á næturnar. DV/KHG

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmislegt leynist í runnunum. Þegar blaðamaður DV var á göngu um Akrahverfið í dag, á sólbjörtum og fallegum degi, sá hann eitthvað bærast í runna við Eyktarhæð. Reyndist það vera lítil ugla.

Uglan flaug ekki af stað þegar komið var nálægt henni heldur hvæsti. Hún sat hins vegar spök fyrir myndatöku.

Ekki er loku fyrir það skotið að uglan hafi verið slösuð þó það sæist ekki utan á henni. Var símaveri Garðabæjar því gert viðvart um þennan vesaling í runnanum.

Sækja í smáfugla og mýs

Á Íslandi eru tvær tegundir af uglum, brandugla og snæugla. Branduglan er lítil, undir 40 sentimetrar að lengd og verpir aðallega í láglendi í Þingeyjarsýslum, Eyjafirði og Borgarfirði. Snæuglan er nokkru stærri, allt upp í 66 sentimetrar að lengd og mun sjaldgæfari. Einnig hafa sést eyruglur hérlendis.

Samkvæmt Vísindavefnum eru frekar litlar líkur á því að sjá uglu á næturveiðum á höfuðborgarsvæðinu. Þó mun meiri á veturna en sumrin. Smáfuglarnir laða þær að sem og mýsnar.

„Ef vel var að gáð var lengi vel hægt að sjá branduglur (Asio flammeus) við hitaveitustokkana á músaveiðum. Hagamýsnar sóttu í ylinn af stokkunum. Branduglur sjást einnig víða á opnum trjáræktarsvæðum yfir veturinn. Mýs og smáfuglar laða fuglana að að þessum svæðum,“ segir á Vísindavefnum.

Garðabæ var gert viðvart um ugluna. DV/KHG
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Í gær

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“