fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ítrekuð skemmdarverk á bílum í bílakjallara í Hamraborg – „Ég er ekki sá fyrsti og örugglega ekki sá síðasti“

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 09:00

Mynd/Facebook-Arnar Ingi Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíleigendur sem lagt hafa bílum sínum í bílakjallaranum við Hamraborg 14-38 í Kópavogi hafa ítrekað orðið fyrir því að undanförnu að bílar þeirra hafa verið skemmdir og í mörgum tilfellum hafa skemmdirnar verið miklar.

Í Hamraborg 14-38 eru bæði fyrirtæki og íbúðir. Einn þeirra sem notar bílakjallarann daglega er Arnar Ingi Jónsson. Hann greindi frá því í gær í Facebook-hópnum Brask og brall að um morguninn hefði hann komið að bíl sínum stórskemmdum, í bílakjallaranum, en búið hafi verið að lemja ítrekað í framrúðuna með hafnarboltakylfu eða sams konar áhaldi og birtir Arnar myndir með færslunni. Eina myndina má sjá hér að ofan og sýnir hún glöggt hversu skemmd rúðan var og væntanlega þarf að skipta henni út.

Í færslunni, sem Arnar veitti DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um spyr hann hvort einhverjir aðrir í Kópavogi eða nágrenni hafi lent í svipuðu atviki þessa sömu nótt eða hvort einhverjir hafi séð grunsamlega menn með hafnarboltakylfu eða sams konar áhald.

Fjöldi fólks hefur sömu sögu að segja

Í stuttu samtali við fréttamann DV sagði Arnar að hann hefði fengið þó nokkurn fjölda skilaboða og athugasemda frá fólki sem lent hafi í svipuðum atvikum í þessum sama bílakjallara og raunar víðar. Þar af hafi tvö slík atvik átt sér stað í bílakjallaranum á innan við mánuði áður en hans bíll var skemmdur.

Arnar segist til að mynda hafa fengið skilaboð frá konu sem eigi sams konar bíl og hann og hafi lagt bílnum í þessum sama bílakjallara. Afturrúðan á bíl konunnar hafi verið brotin og reynt hafi verið að spenna upp eina hurð á bílnum með kúbeini eða einhverju slíku en engu hafi þó verið stolið.

„Ég er ekki sá fyrsti og örugglega ekki sá síðasti til að lenda í bílarugli í þessum kjallara,“ segir Arnar.

Hann segir að lokum að hann sé að vinna í því að hafa samband við Hamraborgarfélagið sem hefur umsjón með Hamraborg 14-38 og þar á meðal bílakjallaranum, til að athuga meðal annars hvort hægt sé að skoða hvort upptaka hafi náðst á öryggismyndavél af skemmdarverkinu sem framið var á bíl hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum