fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Gleymdi sér í tölvuleik og fékk lögregluna í heimsókn

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 28. janúar 2024 10:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynningar um líkamsárásir og umferðaróhöpp eru margar í dagbók lögreglunnar eftir næturvaktina. 

Í umdæmi lögreglustöðvar 1 var einstaklingur handtekinn grunaður um að hafa veist að öðrum með hnefahöggum í hverfi 105. Sá var vistaður í fangaklefa. Tilkynnt var um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur þar sem að árásarþoli var sleginn í andlitið með krepptum hnefa. Gerandi var farinn af vettvangi en lögregla telur sig vita hver þar var að verki.

Einstaklingur var handtekinn í verslun eftir að hafa kastað til vörum og skemmt hillusamstæðu í versluninni. Sá handtekni er einnig sakaður um líkamsárás gagnvart aðila sem að var á vettvangi. Gerandinn var vistaður í fangaklefa.

Tilkynnt var um umferðaróhapp þar sem að bifreið var ekið á umferðarmannvirki þar sem að ökumaður náði ekki að hemla niður sökum hálku og snjóþekju. Ökumaður var óslasaður. 

Ekki er þó alltaf veðurfari um að kenna því víman á oft sök á slysum.Tilkynnt var um umferðaróhapp þar sem að bifreið var ekið á tvær mannlausar bifreiðar í miðborginni. Ökumaður reyndist vera ölvaður og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Tilkynnt var um umferðaróhapp þar sem að bifreið var ekið á umferðarljósavita. Ökumaður reyndist vera ölvaður og undir áhrifum fíkniefna. Sá var handtekinn og færður á lögreglustöð. Grunur leikur á að akstursskilyrði og víma ökumanns hafi átt álíka stóran þátt í að svo fór sem fór.

Tölvuleikur kallaði á útkall

Í sumum útköllum er ekki allt sem sýnist og svo á við um tilkynningu um öskur og læti frá íbúð í fjölbýlishúsi. Lögregla fór á vettvang og eftir töluverðan tíma kom maður til dyra. Sá hafði verið að spila tölvuleik og sagðist hafa gleymt sér í hita leiksins.

Tilkynnt var um líkamsáras í hverfi 221 þar sem að veist var að aðila með einhverskonar bareflum. Ekki meira vitað að svo stöddu. 

Tveir sitja fangageymslur vegna líkamsárásar. Annar var handtekinn í heimahúsi eftir að hann hafi veist að öðrum og haft í hótunum. Sá handtekni var töluvert ölvaður og var hann vistaður í fangaklefa. Í öðru máli var einstaklingur var handtekinn grunaður um líkamsárás, hann reyndist vera undir áhrifum áfengis og var hann vistaður í fangaklefa.

Eldur í bifreið

Tilkynnt um eld í bifreið á bifreiðastæði í hverfi 111. Málið er í rannsókn.

Tilkynningar bárust einnig um umferðaróhapp í öðrum hverfum og í einhverjum tilvika eru bifreiðar óökuhæfar á eftir.

Í umdæmi lögreglustöðvar 4 var tilkynnt um farþega í bifreið sem að hélt á ungabarni í fanginu sem að var ekki í viðeigandi öryggisbúnaði. Lögregla stöðvaði bifreiðina og reyndist tilkynningin á rökum reist. Ökumaður á von á kæru og þá verður tilkynning send til barnaverndaryfirvalda. 

Ásamt ofangreindum verkefnum sinnti lögreglan verkefnum þar sem að tilkynnt var um fólk í annarlegu ástandi sökum ölvunar, samkvæmishávaða í heimahúsum og ýmsar aðrar aðstoðarbeiðnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg