fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Stjórnarmaður RÚV allt annað en sáttur við ákvörðunina í gær

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 08:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörður Áslaugarson, fulltrúi Pírata í stjórn Ríkisútvarpsins ofh. (RÚV), segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgðinni á þátttöku RÚV í Eurovision á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni.

Greint var frá því í gær að RÚV hefði ákveðið að rjúfa tengsl á milli Söngvakeppninnar og þátttöku Íslands í keppninni í vor. Þetta þýðir að undankeppnin, það er sjálf Söngvakeppnin, verður haldin en ákvörðun verði tekin síðar um það hvort Ísland taki þátt í Eurovision eða ekki. Það verði meðal annars gert í samráði við sigurvegara keppninnar.

Mörður skrifaði færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin algerlega án aðkomu stjórnar.

„Þetta er auðvitað win win fyrir stjórnina og stjórnendur. Þetta stórkostlega trix firrir okkur algerlega allri ábyrgð á þessa gríðarlega mikilvægu ákvörðun og þeir sem verða brjálaðir út af niðurstöðunni, hver sem hún verður, munu beina bræði sinni að þessu listafólki en ekki að okkur,“ sagði Mörður í færslu sinni og bætti við:

„Þetta held ég að sé alveg meiriháttar. Ég held að einkunnarorð RÚV ættu að vera þessi: Hugrekki, heilindi, ábyrgð.

Ákvörðunin hefur vakið gríðarlega athygli í netheimum og sitt sýnist hverjum. Fjöldi fólks tjáði sig undir frétt RÚV um málið á Facebook í gær og þar voru ýmis sjónarmið á lofti.

„Sleppum keppninni og látum peningana renna til Grindavíkur,“ sagði einn á meðan annar bætti við: „Heigulsháttur. Segjum okkur alfarið út keppninni!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Syndis kaupir Ísskóga

Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“