fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Myndband sýnir hrikalegt grjóthrun við Sólheimajökul – Þarna hefði getað farið illa

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. janúar 2024 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem birtist á vefsíðunni Reddit um helgina sýnir þegar ferðamenn áttu fótum sínum fjör að launa þegar grjóthrun varð við Sólheimajökul á dögunum.

Miðað við myndbandið, sem má sjá hér að neðan, má teljast heppni að enginn hafi slasast og ljóst að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef einhver hefði orðið fyrir hnullungum sem rúlluðu niður hlíðina.

Sá sem tók myndbandið segist hafa óttast að hann yrði vitni að stórslysi þegar hnullungarnir rúlluðu niður. Sem betur fer hafi þó enginn slasast.

„Við heyrðum talsverðan hávaða og vorum að velta fyrir okkur hvaðan hann kæmi þegar við sáum þetta,“ segir sá sem birti myndbandið.

Á svæðinu eru viðvörunarskilti þar sem varað er við grjóthruni og varasamri aurbleytu, en ferðamennirnir sem voru nálægt því að verða undir grjótinu virðast hreinlega ekki hafa tekið mark á því. Ferðamaðurinn sem tók myndbandið sagði við mbl.is í gær að það hefði verið tekið þann 12. janúar síðastliðinn.

Rockslide at Sólheimajökull in Iceland
byu/ricebowlazn inVisitingIceland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári