Þjóðin fagnar glæsilegum sigri gegn Króatíu á EM í handbolta, fyrsta sigrinum gegn Króatíu á stórmóti. Lokatölur urðu 35:30 fyrir Ísland, eftir stórbrotin tilþrif íslenska liðsins á síðasta korteri leiksins, eftir að ýmislegt hafði gengið okkar mönnum í mót framan af leik.
Ísland varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Ýmis Örn Gíslason fékk rautt spjald fyrir að slá til króatísks leikmanns. Á ýmsu gekk í fyrri hálfleik og útlitið var lengi ekki bjart. Króatía komst í 8:4 og var yfir í hálfleik 17:15.
Íslenska liðið bætti sig jafnt og þétt í síðari hálfleik, knúið áfram af stórleik Arons Pálmarssonar og Björgvins Páls markinu (maður leiksins). Á loka kaflanum brutu Íslendingar Króatana á bak aftur og náðu fimm marka forystu sem þeir létu ekki af hendi.
Ýmislegt var látið flakka á samfélagsmiðlum í hita leiksins og hér að neðan má sjá brot af því besta.
Þarna þekki ég þá! #handbolti
— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) January 22, 2024
Haukur Þrastarson var utan hóps í upphafi EM. Það eitt & sér eldist illa.
Frábær seinni hálfleikur – þvílíkur karakter – vilji – barátta. MinnForseti frábær. Loksins fengum við hraðaupphlaupsmörk. Bjarki & Óðinn sjóðandi í seinni.
Nú bara að klára Austurríki. Þó það nú væri.
— Séffinn / Zcheffenn / Experten / The specialist (@arnardadi) January 22, 2024
Björgvin Páll ROSALEGUR!!! #EMRUV
Cc @BjoggiGustavs— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) January 22, 2024
GAMEDAY #6
Andlausasta stórmót sem Séffinn man eftir. Hinsvegar er ótrúlegt að liðið skuli enn vera í séns að ná markmiðum sínum fyrir mót. Það sýnir kannski svart á hvítu hvað markmið liðsins var dapurt fyrir mót.
Var trúin kannski ekki meiri þegar upp er staðið?#Handkastið
— Séffinn / Zcheffenn / Experten / The specialist (@arnardadi) January 22, 2024
Djöfull held ég að það sé salí að sitja þarna og horfa á leikinn, sjúga niður einn gatorade með rauða spjaldið.
— Halldór Halldórsson (@doridna) January 22, 2024