fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

„Mundu það, vina, mundu það þegar ég stappa á smettinu hans“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. janúar 2024 18:30

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir unglingspiltar hafa verið dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og hótanir, en annar þeirra var að auki dæmdur fyrir brot gegn lögreglusamþykkt. Er skilorð drengjanna, sem hvorugur er orðinn 18 ára, háð því skilyrði að þeir sæti eftirliti og fái viðeigandi aðstoð. Dómurinn féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Annar drengurinn var ákærður í fleiri liðum eða fyrir ítrekaðar hótanir og ítrekaðar líkamsárásir, þar af eina stórfellda. Bar hann því við að öll brot hans hafi átt rætur að rekja til þess að þolendur þeirra hafi gert á hlut hans eða þeirra sem standa honum nærri, eða með öðrum orðum var um hefnd að ræða.

Í fyrsta ákærulið greinir frá alvarlegum hótunum sem ákærði hótaði þolanda lífláti og grófum líkamsmeiðingum. Meðal annars með eftirfarandi hætti:

„Br ætla að drepa þig fyrir að lemja litla frænda minn“

Munda það vina, mundu  það

Þessar hótanir sendi hann frá sér vorið 2021. Mánuði síðar hafði hann svo ráðist í félagi við ósakhæfa einstakling, það er barn sem ekki var 15 ára að aldri, á annan pilt. Sá var sleginn í jörðina og högg og spörk látin ganga yfir hann. Tæpu ári síðar sendi hann grófar hótanir á stjúpmóður drengs sem hann taldi sig eiga sökótt við. Þar sagði hann meðal annars:

    • Þú verður þá búinn að útskýra fyrir honum hvað hann gerði rangt og þá tek ég hann og drep hann
    • Þegar ég stappa á hausnum á honum, ha, þá er ég bara að kítla honum, ókei? Mundu það, mundu það, mundu það, vina, mundu það þegar ég stappa á smettinu hans mundu það, mundu það að ég var að kítla honum. Ókei, mundu það
    • Ég vil að þú munir eftir rödd minni þegar sonur þinn liggur slefandi uppi í rúmi ókei
    • Nei, ég… ekki hóta fólki actually held ég, ég stendi við mitt orð, ég geri það sem ég ætla að gera.

Sendi hann líka hótanir á stjúpsoninn þar sem hann sagði meðal annars: „Þú veist þið eruð dauðir þegar ég kem til ak ætla ég að taka félaga minn og slampa hausnum ykkar í jörðina þangað til ég sé heilan ykkar lekka á golfinu.“ Síðan gerði ákærði alvöru úr hótunum sínum og réðst á stjúpsoninn skömmu síðar.

Hættuleg þróun sem verði að stöðva

Brotin voru fleiri. Hinn drengurinn sem var ákærður hafði sjálfur framið eina líkamsárás og hótunarbrot og svo höfðu þeir báðir saman ráðist á enn einn brotaþolann í málinu. Eins hafði annar þeirra stolið síma og gefið hinum og þar með gerðust þeir sekir um þjófnað og peningaþvætti. Loks hafði fyrri ákærði kasta af sér þvagi á almannafæri og þar með brotið lögreglusamþykkt.

Brotaþolar greindu frá ógnarástandi þar sem þau þorðu varla að fara út úr húsi. Hafði stjúpmóðirin og stjúpsonur hennar farið sérstaklega illa út úr þessu en þau hafi varla treyst sér út úr húsi auk þess sem stjúpsonurinn hafi glímt við bæði kvíða og alvarlegt þunglyndi. Hann hafi farið í eins konar geðrof og þurft að leggjast inn á heilbrigðisstofnun.

Móðir piltsins sem harðar hafði gengið fram og yngri systir hans báru vitni fyrir dómi og reyndu að fegra hlut hans. Báru þau því við að þegar líkamsárás gegn téðum stjúpsyni átti sér stað hafi ákærði verið heima og væri saklaus. Blóð hafði þó fundist á skó hans, en það reyndu þau að útskýra með því að brotaþoli hafi verið á heimili þeirra þar sem hann hafi veitt sjálfum sér áverka nokkuð fyrir atvik máls.

Dómari ákvað að ekki væri hægt að taka tillit til framburða móður og systur ákærða, bæði sökum tengsla þeirra við ákærða sem og í ljósi þess að ákærði hafi skapað ógnarástand á eigin heimili og beitt fjölskyldu sína andlegu ofbeldi. Dómari tók fram að ákærði var á aldrinum 15-16 ára þegar brotin áttu sér stað. Þau hafi verið hefndaraðgerðir og ásetningur mikill. Hann eigi þó ekki sakaferil og hafi verið ungur að árum svo rétt væri að skilorðsbinda refsingu. Þar sem dómkvaddur matsmaður hafði komist að því að ákærði væri að stefna hratt í andfélagslega persónuröskun taldi dómari rétt að eftirlit yrði haft með ákærða til að sporna við þeirri þróun og koma í veg fyrir að hann verði síbrotamaður.

Hvað hinn ákærða varðaði var talið tilefni til að skilorðsbinda refsingu þar sem hann glímir sjálfur við erfiðleika og þyrfti viðeigandi aðstoð og stuðning.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg