fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Vinslit hjá hakkaranum og kung-fu prestinum – „Konan mín  sagði: Nú er þetta búið, þú vinnur aldrei með Sigga aftur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dæmdir barnaníðingar, kungfu-prestur, Panamaprins og sértrúarsöfnuður,“ sagði í fyrirsögn hjá DV í ágúst árið 2018 í frétt sem fjallaði um Sigurð Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, og starfsemi sem hann kom að í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. Skjáskoti af fréttinni bregður einmitt fyrir í heimildarþáttunum A Dangerous Boy sem Stöð2 sýndi á dögunum, sem fjalla einmitt um Sigga, og vakið hefur töluverða athygli.

Þið eruð að segja mér fréttir

Var í fréttinni fjallað um þá litríku menn sem með einhverjum hætti tengdust flugskýli númer 1 á Reykjavíkurvelli. Þar var t.d. að finna félag með yfir 200 milljónir í hlutafé, en í stjórn þess sat Siggi, sem þá hafði verið dæmdur fyrir ítrekuð kynferðisbrot ásamt öðrum kynferðisbrotamanni. Inni í skýlinu voru svo haldnar samkomur hjá sértrúarsöfnuði sem var stýrt af hinum litríka Dan Sommer sem hefur ýmist titlað sig sem kung-fu meistara, lífvörð, sjóræningjabana eða prest. Skýlið sjálft var svo í eigu auðkýfingsins Hilmars Ágústs Hilmarssonar. Blaðamenn skelltu sér á völlinn og ræddu þar við Sigga, Hilmar og Dan en í fréttinni stendur:

Við tóku tveir tímar af stórfurðulegum viðtölum þar sem þeir töluðu þvers og kruss. Allir þrír töluðu merkilega opinskátt um vafasama gjörninga, sem í það minnsta jöðruðu við lögbrot. Þegar blaðamenn DV fóru að spyrja Sigurð um starf hans sem stjórnarmaður félags sem er með mörg hundruð milljónir í hlutafé kom fljótt í ljós að Sigurður vissi lítið um skuldbindingar félagsins og fjárhagsstöðu þess. Ítrekað spurðu blaðamenn út í reksturinn og kom þá nánast alltaf sama svarið.

„Þið verðið að tala við eigandann, ég get ekkert svarað því. Það eiginlega bara gerðist,“ segir Sigurður þegar hann var spurður hvernig það kom til að hann byrjaði að vinna hjá fyrirtækinu. Blaðamenn spurðu hvort Sigurður hefði haft vitneskju af því að móðurfélag Ace Holdings, Arwen Establishment, hafi verið í Panamaskjölunum og svarar:

„Þið eruð að segja mér fréttir.“

Starfsmaður á Reykjavíkurvelli sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði starfsfólki finnast óþægilegt að vera sífellt að rekast á Sigga hakkara á svæðinu, en hann væri þarna nánast öllum stundum. Þessar áhyggjur má rekja til þess að Siggi hafði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ólögráða drengjum, og þótti starfsfólki það því ekki geta leyft börnum sínum að vera á svæðinu. Kung-Fu presturinn taldi það þó ástæðulaust, Siggi væri enginn barnaníðingur heldur hafi keypt vændi af unglingsdrengjum því hann þorði ekki að koma út úr skápnum sem samkynhneigður maður. Sjóræningjabaninn sagði ástæðulaust að óttast frekari brot enda Siggi genginn út og væri á föstu með 22 ára sjómanni í blússandi lukku.

Sjá einnig: Leika lausum hala á Reykjavíkurflugvelli:Dæmdir barnaníðingar, kungfu-prestur, Panamaprins og sértrúarsöfnuður

Nú er þetta búið

Sommer greindi blaðamönnum frá því hvernig hann og Siggi kynntust. Það var á lífsleikninámskeiði sem Sommer kenndi, en Siggi var þar mættur til að taka myndir. Svo hittust þeir í kjölfarið fyrir tilviljun á pitsastað og þá var ekki aftur snúið. Siggi var á þessum tíma viðriðinn WikiLeaks og þótti Sommer spennandi að hafa aðkomu að slíkum hasar. Hann gerðist því lífvörður unga mannsins þrátt fyrir að vera nægilega gamall til að vera eldri bróðir pabba hans. Seinna ákvað Sommer þó að verða heldur sértrúarsafnarprestur í því sem kallast Postulakirkjunni og veitti Sigga sálgæslu á meðan hann sat inni fyrir brot sín.

En hvers vegna erum við að rifja þetta upp núna? Árið 2018 höfðu Siggi og Sommer eldað súrt og sætt saman í tæpan áratug. Sommar hafði verið í ýmsum hlutverkum í lífi Sigga. Löngum var hann verndarinn, sálugæslu prestur, yfirmaður, kunninginn, undirmaður, gestur. Nú hefur þó sú vending átt sér stað að Siggi og Sommar talast ekki við.

Þetta kemur fram í heimildarþáttunum. Téðir þættir eru afrakstur margra ára vinnu, en fyrstu viðtöl eru frá árinu 2017. Má þar finna mörg viðtöl við Sommar þar sem hann kemur Sigga til varna, reynir að réttlæta brot hans og jafnvel gagnrýnir hann WikiLeaks fyrir að hafa tekið þennan óharðnaðan ungling og þvingað á glæpabrautina, eins og því er varpað fram í þáttunum. En undir lokin hittir leikstjóri myndarinnar á Sommer þar sem hann er kominn til Danmerkur og virðist hafa kastað af sér prestklæðunum og þess í stað tekið upp hamar og heiðarlega verkavinnu – smiður, kóngur kennari? Tók Dan þar fram að hann og Siggi séu í dag í litlum sem engum samskiptum. Siggi sé siðblindur lygari og hafi eiginkona Sommer hreinlega sett honum fótinn fyrir dyrnar og sagt kung-fu prestinum að halda sér alfarið frá þessum meinta hættulega dreng.

„Konan mín  sagði: Nú er þetta búið, þú vinnur aldrei með Sigga aftur“

Meðal annars hafi Siggi spunnið flókinn blekkingavef þar sem hann taldi Sommer trú um að þeir væru að fara að vinna fyrir risastórt olíufélag og arabískan eigenda þess. Fyrir þetta ættu þeir að fá gífurlegar greiðslur. Svo kom á daginn að þetta var allt saman lygi. Siggi hafi hreinlega viljað eyða meiri tíma með prestinum sínum og taldi þetta bestu leiðina til þess. Sommer geti ekki treyst honum lengur, sem sé erfitt, en svona er þetta. Siggi hreinlega ráði ekki við sig. Hann sé algjörlega meðvitaður um hvað hann geri, og átti sig á muninum á réttu og röngu. Taldi Sommer í raun fátt annað fyrir Sigga að gera en að leggja stund á glæpi, enda fáir vinnustaðir á Íslandi sem myndu kæra sig um að hafa hann á launaskrá.

„Hvað getur hann gert? Hvað getur glæpamaður á Íslandi gert?,“ sagði Sommer og gagnrýndi að dæmdir menn fái ekki annað tækifæri. „Þess vegna halda glæpamenn bara áfram að fremja glæpi“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“