fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Skemmtistaðurinn B verður aftur B5 í trássi við lögbannskröfu

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 10:00

Það er sjaldan lognmolla á B5.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtistaðurinn sem stendur við Bankastræti 5 mun aftur heita B5. Frá þessu greinir eigandinn Sverrir Einar Eiríksson á samfélagsmiðlum.

„Við höfum aftur tekið í notkun nafnið B5 á skemmtistað okkar í Bankastræti 5,“ segir Sverrir. „Í gangi er dómsmál þar sem tekist er á um notkun nafnsins, en lögmaður okkar, Sveinn Andri Sveinsson, segir ekki séu forsendur til þess að meina okkur að notast við skammstöfun á heimilisfangi staðarins og það geti enginn átt einkarétt sem kemur í veg fyrir lögmæta notkun eigenda á heimilisfangi.“

Sverrir keypti skemmtistaðinn af Birgittu Lílf Björnsdóttur í sumar. Þá var heiti staðarins breytt úr Bankastræti Club í B5. Að sögn Sverris var stefnan að endurvekja þá stemningu sem ríkti á fyrsta áratug aldarinnar, þegar staðurinn gekk undir þessu heiti.

Þá var hins vegar lögð fram lögbannskrafa á heiti staðarins þar sem fyrir var til einkahlutafélag sem átti réttinn á nafninu hjá Hugverkastofu.

Í yfirlýsingu á sínum tíma sagði Sverrir að nafngiftin hefði verið mistök og baðst afsökunar. Á sama tíma tilkynnti hann að staðurinn myndi fá nýtt nafn, B.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“
Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum