Hann er þekktastur fyrir glæpasögur byggðar á sögulegum grunni.
Ráðuneytið segir að andstaða hans og ummæli um innrásina í Úkraínu, sem rússnesk stjórnvöld kalla „sérstaka hernaðaraðgerð“, séu óviðeigandi og sakar hann um að dreifa lygum og neikvæðum upplýsingum um Rússland sem og að hafa aðstoðað við fjársöfnun fyrir úkraínska herinn.
Akunin, sem er 67 ára, býr í Bretlandi. Nokkuð er síðan bækur Akunin voru teknar úr sölu í Rússlandi en það var gert eftir að hann var settur á lista yfirvalda yfir fólk sem er sagt eiga aðild að hryðjuverkum eða aðhyllist öfgahyggju.