fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Rússneskur rithöfundur sagður „útsendari erlends ríkis“ vegna afstöðu hans til stríðsins

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 06:30

Grigori Chkhartishvili. Mynd:X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska dómsmálaráðuneytið tilkynnti í síðustu viku að einn vinsælasti rithöfundur landsins, Grigori Chkhartishvili, sem notar höfundarnafnið Boris Akunin, sé nú talinn vera „útsendari erlends ríkis“ vegna andstöðu hans við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu.

Hann er þekktastur fyrir glæpasögur byggðar á sögulegum grunni.

Ráðuneytið segir að andstaða hans og ummæli um innrásina í Úkraínu, sem rússnesk stjórnvöld kalla „sérstaka hernaðaraðgerð“, séu óviðeigandi og sakar hann um að dreifa lygum og neikvæðum upplýsingum um Rússland sem og að hafa aðstoðað við fjársöfnun fyrir úkraínska herinn.

Akunin, sem er 67 ára, býr í Bretlandi. Nokkuð er síðan bækur Akunin voru teknar úr sölu í Rússlandi en það var gert eftir að hann var settur á lista yfirvalda yfir fólk sem er sagt eiga aðild að hryðjuverkum eða aðhyllist öfgahyggju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg