fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Einn helsti handboltasérfræðingur heims: „Sóknarleikur Íslands ein helstu vonbrigði mótsins“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 06:00

Sóknarleikur Gísla Kristjáns Þorgeirssonar og félaga í íslenska landsliðinu hefur valdið vonbrigðum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daninn Rasmus Boysen, einn helsti handboltasérfræðingur heimsins, hefur eins og fleiri orðið fyrir miklum vonbrigðum með leik íslenska landsliðsins á Evrópumeistaramótinu í handknattleik. Beinir Boysen helst spjótum sínum að sóknarleik liðsins sem hefur verið afar ósannfærandi.

„Á undanförnum árum hefur verið unaðslegt að fylgjast með íslenska sóknarleiknum. Í ár er sóknarleikur Íslands ein helstu vonbrigði mótsins. Hvað veldur? Gæðin eru svo mikil,“ segir Boysen á Twitter-síðu sinni sem um 24 þúsund handboltaunnendur fylgja.

Nokkur umræða skapast um ástæður þess að gengi Íslands sé ekki eins og búist var við. Bendir einn netverji á að markverðir liðsins, sér í lagi Viktor Gísli Hallgrímsson, séu ekki að verja mörg skot. Svarar Boysen því til að íslenska vörnin sé ekki upp á marga fiska heldur  og þá viðrar hann þá skoðun sína að íslenski markvörðurinn sé ofmetinn.

Danski íþróttablaðamaðurinn Søren Paaske  bendir á þjálfara liðsins, Snorra Stein Guðjónsson, og segir að ferilskrá hans sem þjálfara sé talsvert tilkomuminni en annarra þjálfara á mótinu. „Mjög ósannfærandi taktískt. Þetta eru góðir leikmenn sem virka óöruggir í því kerfi sem þjálfarinn er að reyna að leggja upp með. Algjört andlegt hrun í dag. Þetta skrifast á þjálfarana,“ segir Paaske.

 

 

Rasmus Boysen var liðtækur leikmaður
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg