Engin ummerki eru um að það gjósi úr nyrðri sprungunni við Grindavík en þó er ótímabært að lýsa yfir goslokum.
Þetta segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við RÚV. Hún segist síðast hafa orðið vör við kviku komu úr sprungunni um upp úr klukkan eitt í nótt.
Farið verður yfir málið á fundi Almannavarna, Veðurstofunnar og sérfræðinga á eftir. Þá segir Elísabet að enn sé möguleiki á að fleiri sprungur opnist fyrirvaralaust á svæðinu.