fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Bryndís lýsir margbrotnum tilfinningum vegna stöðunnar í Grindavík – „Ég á ekkert heimili“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. janúar 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndís Gunnlaugsdóttir, íbúi í Grindavík, lýsir margbrotnum tilfinningum, ekki öllu slæmum, eftir hrikalega atburði gærdagsins í Grindavík. Hún segist hafa upplifað fjölbreyttar tilfinningar í gær en meðal þeirra var léttir.

Bryndís segir í afar áhugaverðum pistli sínum á Facebook:

„Í gær upplifði ég fjölbreyttar tilfinningar en ein sterkasta tilfinninginn var léttir. Mörgum finnst það eflaust skrýtið en síðan 10.nóvember og næst 19.desember hafa Grindvíkingar verið að bíða eftir “einhverju.”

Það má kannski líkja þessu við að vera í bíl sem rennur í hálku og þú getur ekkert gert nema bíða og sá hvar bíllinn endar og vona að allt fari vel. Í 65 daga er bíllinn búinn að renna en í gær loksins stoppaði hann. Það varð stórslys en við gátum í smá stund andað léttar, metið aðstæður og pælt í framhaldinu.

Svo byrjaði hraunið að renna beint að byggðinni. Ég fann og finn til með öllum sem misstu húsin sín en á sama tíma vildi ég í raun að hraunið næði mínu húsi. Því ef húsið mitt brennur þá fæ ég húsið greitt og fjárhagslegar áhyggjur eru farnar og ég gæti byrjað að byggja upp lífið á ný.“

En þó að Bryndís vilji gjarnan að hraun fari yfir hennar hús þá vill hún ekki sá hús í Grindavík brenna. Sársaukinn yfir atburðunum er erfiðasta tilfinningin:

„Sársauki yfir samfélaginu Grindavík er líklegasta erfiðasta tilfinningin til að takast á við. Því það skarast á skammtíma hagsmunir mínir um fjárhagslegt öryggi og nýtt heimili á öruggum stað vs. hagsmunir þess að byggja upp á nýtt samfélagið okkar í Grindavík. Elsku Grindavíkin okkar.“

Bryndís telur að horfast þurfi í augu við þá staðreynd að Grindavík verð óbyggileg um ófyrirsjáanlegan tíma. Hún telur að óvissuþol og þrautseigja Grindvíkina sé að verð aupurin. „Við verðum áfram Grindvíkingar þótt við séum tímabundið dreifð um landið og munum finna leið til að halda samfélaginu gangandi td i gegnum íþróttir og annað félagsstarf.“

Bryndís brýtur tilfinningar sínar til atburðanna niður í fjóra hluta en pistilinn má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg