fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Ísland á meðal þeirra ríkja þar sem auðveldast er að fá ríkisborgararétt

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 14. janúar 2024 18:30

Íslenska vegabréfið er á meðal þeirra öflugustu í heimi og er eftirsótt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er í fimmta sæti yfir þau Evrópulönd sem auðveldast er að verða sér úti um ríkisborgararétt í. Hlutfall þeirra umsækjenda sem fá vegabréf er 4 prósent á ári.

Það var kanadíska útlendingastofnun, CIS, sem tók saman gögn frá evrópsku tölfræðistofnuninni, Eurostat, á árunum 2009 til 2021.

Kom þar í ljós að Svíþjóð er það Evrópuland sem auðveldast er að fá vegabréf. En 9,3 prósent umsækjenda fengu sænskt vegabréf.

Fyrir utan Svíþjóð er auðveldast að verða sér úti um ríkisborgararétt í Noregi, Hollandi, Portúgal og á Íslandi. Á topp tíu eru einnig Írland, Rúmenía, Bretland, Belgía og Finnland.

Danir skera sig úr á Norðurlöndunum en þar fá aðeins 2 prósent umsækjenda ríkisborgararétt. Lægst er hlutfallið í Eistlandi, 0,7 prósent, en almennt séð er erfiðara að öðlast ríkisborgararétt í austanverðri álfunni en vestanverðri.

Á eftir Eistlandi kemur Lettland, Tékkland, Litháen og Austurríki.

Tvær leiðir

Útlendingar geta sótt um íslenskan ríkisborgararétt ef þeir hafa fengið ótímabundið dvalarleyfi eða vera ríkisborgari EES/EFTA ríkis, hafa staðist íslenskupróf, ekki verið í vanskilum eða þegið fjárhagsaðstoð, ekki hafa brotið af sér nýlega og að hafa búið hér á landi í þrjú ár.

Einnig getur Alþingi veitt fólki ríkisborgararétt með lögum. Það var til dæmis gert í tilviki skákmeistarans Bobby Fischer, handboltamannsins Julian Duranona, tónlistarmaðurinn Damon Albarn og meðlima pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“