fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Ísland á meðal þeirra ríkja þar sem auðveldast er að fá ríkisborgararétt

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 14. janúar 2024 18:30

Íslenska vegabréfið er á meðal þeirra öflugustu í heimi og er eftirsótt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er í fimmta sæti yfir þau Evrópulönd sem auðveldast er að verða sér úti um ríkisborgararétt í. Hlutfall þeirra umsækjenda sem fá vegabréf er 4 prósent á ári.

Það var kanadíska útlendingastofnun, CIS, sem tók saman gögn frá evrópsku tölfræðistofnuninni, Eurostat, á árunum 2009 til 2021.

Kom þar í ljós að Svíþjóð er það Evrópuland sem auðveldast er að fá vegabréf. En 9,3 prósent umsækjenda fengu sænskt vegabréf.

Fyrir utan Svíþjóð er auðveldast að verða sér úti um ríkisborgararétt í Noregi, Hollandi, Portúgal og á Íslandi. Á topp tíu eru einnig Írland, Rúmenía, Bretland, Belgía og Finnland.

Danir skera sig úr á Norðurlöndunum en þar fá aðeins 2 prósent umsækjenda ríkisborgararétt. Lægst er hlutfallið í Eistlandi, 0,7 prósent, en almennt séð er erfiðara að öðlast ríkisborgararétt í austanverðri álfunni en vestanverðri.

Á eftir Eistlandi kemur Lettland, Tékkland, Litháen og Austurríki.

Tvær leiðir

Útlendingar geta sótt um íslenskan ríkisborgararétt ef þeir hafa fengið ótímabundið dvalarleyfi eða vera ríkisborgari EES/EFTA ríkis, hafa staðist íslenskupróf, ekki verið í vanskilum eða þegið fjárhagsaðstoð, ekki hafa brotið af sér nýlega og að hafa búið hér á landi í þrjú ár.

Einnig getur Alþingi veitt fólki ríkisborgararétt með lögum. Það var til dæmis gert í tilviki skákmeistarans Bobby Fischer, handboltamannsins Julian Duranona, tónlistarmaðurinn Damon Albarn og meðlima pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Í gær

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Í gær

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Í gær

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins