fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

BYKO fyrstir til að hljóta Svansvottun fyrir glugga

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 21:51

Kjartan Long, sölustjóri glugga og hurða hjá BYKO.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BYKO hefur nú fyrst framleiðenda hlotið Svansvottun á gluggum sem framleiddir eru sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður. Markmið Svansins með slíkri vottun er að auka notkun á orkusparandi gluggum og útihurðum sem standast strangar kröfur varðandi efnisnotkun og framleiðsluferli og valda litlum áhrifum á umhverfið. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu.

„Þetta samræmist okkar vegferð í sjálfbærnimálum og með þessu stóra skrefi erum við að senda skýr skilaboð um að BYKO er markvisst að vinna í því að draga úr kolefnisspori sínu,“ segir Sigurður Pálsson forstjóri BYKO og bætir við: „Svanurinn er áreiðanlegt, norrænt umhverfismerki sem allir þekkja og er leiðandi á sínu sviði á heimsvísu. Svansvottunin felur í sér lífsferilsgreiningu og staðfestingu á gæðum vörunnar, meðal annars út frá líftímasjónarmiði og áhrifum hennar á umhverfi og heilsu fólks.“

Mikilvægi þess að hafa vandaða glugga í íslenskum byggingum er óumdeilt og þeir verða að standast strangar kröfur um ísetningu og slagregnspróf. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur enda uppi áform um að auka eftirlit með gluggum sem full þörf er á miðað við þann fjölda tjóna sem rekja má til þess að gluggar hafi ekki uppfyllt kröfur um gæði og ísetningu. 

BYKO hefur framleitt glugga og hurðir í 32 ár og þessi viðbót er rökrétt framhald þeirrar stefnu fyrirtækisins að bjóða ávallt bestu mögulegu vöruna á markaðnum á hverjum tíma. Ferlið er búið að vera langt og strangt því uppfylla þurfti fjölmörg skilyrði um efni og aðferðir við framleiðsluna með mælingum á rannsóknarstofu, útreikningum, efnisgreiningum og fleira.

Svansvottuðu gluggarnir eru virkniprófaðir, þeir hafa langan endingartíma og valda hverfandi loftslagsáhrifum, þökk sé litlu orkutapi. Þeim fylgja nákvæmar leiðbeiningar um meðferð, allt frá afhendingu til notkunar og flokkunar að líftíma þeirra liðnum. Fyrst um sinn mun úrvalið miðast við álklædda timburglugga,  75 mm þykk opnanleg fög og hurðir til að ná því U-gildi sem vottunin krefst.

„Þessir Svansvottuðu gluggar verða á mjög sambærilegu verði og hefðbundnir álkæddir gluggar með þreföldu gleri. Við getum nú þegar byrjað að teikna þá upp í tilboðsforritinu okkar og gefið áhugasömum kaupendum verð,“ segir Kjartan Long, sölustjóri glugga og hurða hjá BYKO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu