fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Hjálmar kannast ekki við trúnaðarbrest – Segist hafa vakið máls á skattamálum Sigríðar síðan í fyrrasumar

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 16:30

Hjálmar kveður Blaðamannafélagið með hvelli en sáttur við sín störf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálmar Jónsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, kannast ekki við trúnaðarbrest á milli sín og stjórnar félagsins. Hann segist hafa, innan veggja félagsins, vakið máls á skattamálum formannsins, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur.

Hjálmari var sagt upp í dag eftir rúmlega 20 ára starf sem framkvæmdastjóri, en hann var áður formaður félagsins í rúman áratug.

Í samtali við DV fyrr í dag sagði Sigríður að vilji hafði staðið til þess innan stjórnar frá því í maímánuði að ráða nýjan framkvæmdastjóra en bjóða Hjálmari, sem er 67 ára, annað starf á skrifstofunni. Í þessu ferli hafi hins vegar komið upp trúnaðarbrestur og stjórnin því ákveðið að segja honum upp störfum.

Trúnaðurinn við félagið og blaðamenn

Hjálmar segist hins vegar ekki átta sig á hvað Sigríður eigi við þegar hún tali um trúnaðarbrest. Hann hafi hins vegar rætt um skattamál Sigríðar innan veggja Blaðamannafélagsins síðan í fyrrasumar.

„Ég hef vakið máls á þessu frá því í fyrrasumar,“ segir Hjálmar. „Skylda mín og trúnaður liggur við Blaðamannafélag Íslands og blaðamenn í landinu. Ég sem framkvæmdastjóri félagsins gæti hagsmuna þeirra í hvívetna og get ekkert vikið mér undan því.“

Sigríður hefur verið formaður BÍ í tæp þrjú ár. Hún sinnir nú störfum framkvæmdastjóra tímabundið.

Lýtur málið að tekjum útleigu íbúða á Airbnb, sem ekki voru talin fram til skatts og var lögð endurálagning á.

„Ég er ósáttur við það að hún hafi ekki gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi sín skattamál, ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla og hefur varpað skugga á Blaðamannafélag Íslands. Það er eitthvað sem ég get ekki sætt mig við,“ segir Hjálmar. „Blaðamenn geta síst af öllum mótað sér eigin reglur en sett öðrum aðrar reglur.“

Sáttur við afraksturinn

Aðspurður um aðdraganda uppsagnarinnar segir Hjálmar að hann viti fullvel að hann sé kominn á aldur og hafi ekki átt mjög langt eftir hjá félaginu. En þessi starfslok hafi ekki verið í samráði við hann. Hann segist þó ánægður með afrakstur starfa sinna.

Sjá einnig:

Formaður Blaðamannafélags Íslands svarar fyrir ásakanir um skattalagabrot- „Við höfum enga sérmeðferð fengið“

„Ég fer frá góðu búi og ég er sáttur við það sem ég hef gert á löngum ferli hjá félaginu. Eigið fé hefur margfaldast og félagið stendur mjög sterkt. Ég kveð félagið sannarlega með söknuði en er sáttur við það sem ég hef gert þarna,“ segir Hjálmar.

Vill hann sem minnst tjá sig um hvernig honum finnist komið fyrir stjórn félagsins. „Eigum við ekki að sjá til hverju fram vindur,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg