Illia Vitjuk, yfirmaður leyniþjónustunnar SBU, sagði í gær hluti af tölvukerfi símafélagsins hafi verið eyðilagður í árásinni og því hafi fyrirtækið þurft að loka farsímakerfi sínum til að „takmarka aðgang óvinarins“.
Hann sagði jafnframt að rússnesku þrjótarnir hafi verið búnir að hreiðra um sig í tölvukerfinu mörgum mánuðum áður, eða í maí 2023 og jafnvel enn fyrr.
Hann sagði að árásin væri „alvarleg aðvörun“ til Úkraínu og Vesturlanda því þrjótarnir hafi getað ráðist á fyrirtæki sem hafi fjárfest mikið í öryggismálum.
Um 24 milljónir símnotenda misstu farsímasambandið í nokkra daga þegar símakerfinu var lokað.
Reuters hefur eftir Vitjuk að mikið tjón hafi verið unnið í árásinni sem hafi verið ætlað að hafa sálfræðileg áhrif á Úkraínumenn og um leið afla upplýsinga sem gætu gagnast Rússum.