fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Rússar eyðilögðu grunnstoðir úkraínsks símafélags

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. janúar 2024 07:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánuðum saman höfðu rússneskir tölvuþrjótar aðgang að tölvukerfum stærsta úkraínska símafélagsins. Fyrir þremur vikum var gerð tölvuárás á Kyivstar, sem er umrætt símafélag, og komu mikil vandamál upp í rekstri farsímakerfisins í kjölfarið.

Illia Vitjuk, yfirmaður leyniþjónustunnar SBU, sagði í gær hluti af tölvukerfi símafélagsins hafi verið eyðilagður í árásinni og því hafi fyrirtækið þurft að loka farsímakerfi sínum til að „takmarka aðgang óvinarins“.

Hann sagði jafnframt að rússnesku þrjótarnir hafi verið búnir að hreiðra um sig í tölvukerfinu mörgum mánuðum áður, eða í maí 2023 og jafnvel enn fyrr.

Hann sagði að árásin væri „alvarleg aðvörun“ til Úkraínu og Vesturlanda því þrjótarnir hafi getað ráðist á fyrirtæki sem hafi fjárfest mikið í öryggismálum.

Um 24 milljónir símnotenda misstu farsímasambandið í nokkra daga þegar símakerfinu var lokað.

Reuters hefur eftir Vitjuk að mikið tjón hafi verið unnið í árásinni sem hafi verið ætlað að hafa sálfræðileg áhrif á Úkraínumenn og um leið afla upplýsinga sem gætu gagnast Rússum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“