Egorov er ekki fyrsti þekkti einstaklingurinn sem hefur látist eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Dauða margra þeirra bar að með dularfullum hætti og eru nokkrir sagðir hafa dottið út um glugga.
Nýlega hylltu þingmenn í rússnesku Dúmunni, þingi Rússlands, Egorov, sem var 46 ára þegar hann lést, fyrir stuðning hans við hernaðinn í Úkraínu.
Lögreglan segir að um óhapp hafi verið að ræða þar sem hann datt út um gluggann og engar vísbendingar séu um að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað.
Á Telegram-rásinni Baza er haft eftir heimildarmönnum innan rússnesku leyniþjónustunnar að Egorov „hafi dottið út um glugga á þriðju hæð“.
Miðað við hversu margir þekktir aðilar, aðallega andstæðingar Pútíns, hafa látist við undarlegar kringumstæður síðan Rússar réðust inn í Úkraínu, er ekki furða að margir velti fyrir sér hvernig dauða Egorov bar að og hvort hann hafi verið fallinn í ónáð hjá Pútín.