fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Segir RÚV beitt í aðför gegn Tómasi Guðbjartssyni – „Væri hugsanlega ekki á lífi í dag ef ég hefði ekki komist undir hans læknishendur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 14:30

Tómas Guðbjartsson Mynd: Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég þekki Tómas ekki sjálfur persónulega, en er honum þakklátur og væri hugsanlega ekki á lífi í dag ef ég hefði ekki komist undir hans læknishendur,“ segir Tómas Ponzi, forritari, listmálari og garðyrkjubóndi, í stuttu spjalli við DV. Tómas er afar ósáttur við umfjöllun um mál Tómasar Guðbjartssonar skurðlæknis að undanförnu og telur annarlega hvatir liggja þar að baki.

RÚV greindi frá því í gær, í þættinum „Þetta helst“ á Rás 1, að Tómas Guðbjartsson væri kominn í leyfi vegna plastbarkamálsins svokallaða, en málið er nú að nýju í mikilli umfjöllun í kjölfar heimildaþáttaraðar um ítalska skurðlæknisins Paulo Macchiarini, en hann ber ábyrgð á plastbarkaígræðslum í sjúklinga sem ollu dauða þeirra. Tómas starfaði undir stjórn Ítalans, hann hefur viðurkennt mistök í málinu og segir Macchiarini hafa blekkt sig.

Í frétt RÚV segir að í íslenskri rannsóknarskýrslu um plastbarkamálið sé margt fundið að aðkomu Tómasar Guðbjartssonar. Ennfremur segir:

„Heimildir Þetta helst á Rás 1 herma að staða Tómasar og framtíð hans innan spítalans sé í skoðun hjá æðstu stjórnendum spítalans. Meðal þeirra telji allnokkrir að Tómas þurfi að sæta ábyrgð fyrir þátt sinn í plastbarkamálinu. Sumir telji að hann verði hreinlega að hætta störfum, svo afdrifarík hafi aðkoma hans að plastbarkamálinu verið. Spítalinn verði að gera upp málið í eitt skipti fyrir öll og sú vinna stendur nú yfir.

Níu læknar við Landspítalann sem Þetta helst hefur rætt við lýsa vaxandi kergju innan spítalans vegna hegðunar Tómasar Guðbjartssonar. Læknarnir eru ýmist í stjórnunarstöðum, hafa gengt stjórnunarstöðum eða starfað lengi á spítalanum. Þeir segja tilhneigingu Tómasar til að stæra sig af störfum sínum, ná langt út fyrir það sem læknum sæmi. Einmitt það sé stefið í plastbarkamálinu og eigi við um fleiri mál honum tengdum.“

Gagnrýnir aðför að Tómasi

Tómas Ponzi segir aðför vera gerða að nafna sínum skurðlækninum og RÚV sé notað sem vopn. Hann segir í Facebook-pistli:

„Nú er verið að taka út einn færasta hjarta og lungnaskurðlækni landsins, Tómas Guðbjartsson og RÚV notað óspart, nú síðast í þættinum “Þetta helst” í hádeginu með Þóru Tómasdóttur. Hversvegna haldið þið að verið sé að því núna?

Ég er gjörsamlega búinn að fá nóg af þessum “fréttum” og “vandaðri umfjöllun” sem er ekkert annað en heilaþvottur keyptur af peningaöflum með hagsmuni … OG með þessu tekist að gera okkur öll meðvirk, gagnrýnilaus og passíf, og nú síðustu mánuði, leitt til þess að rýra sjálfsagða mannúð okkar með daglegum frásögnum af svokölluðu varnarstríði en ekki skelfilegu sturluðu þjóðarmorði.“ 

Líflegar umræður spretta upp undir færslunni en þar segir Tómas meðal annars:

„Það er vægast sagt sorglegt allt þetta plastbarkamál, en ég veit ekki betur en hann sé löngu búinn að viðurkenna mistökin og gangast við þeim. Hvernig komið var fram við ekkjuna og fjölskylduna er vissulega ömurlegt, en hverjum var þar um að kenna?

En nú er verið að vega að nýju að Tómasi á mjög ósmekklegan hátt vægast sagt – að fagmennsku hans almennt og mála hann upp sem losaralegan gæja og brotlegan í starfi, fyrir utan umrædd mistök, þó ekki sé sagt beinum orðum hvað hann hafi gert af sér. Og ástæðan er sú að hér er einn öflugasti talsmaður náttúruverndar og hefur staðið í því sem starfandi læknir, en nú á að gera það allt tortryggilegt – hans persónu og fagmennsku og að hann skuli hafa sterkar skoðanir og viðra þær á meðan hann starfar sem læknir… Ha? Má það ekki? Þetta er eitur í beinum þeirra sem vilja telja okkur trú um að hér sé orkuskortur, og þau öfl eru sko farin í gang. Hlustaðu á þennan „Þetta helst“ þátt í hádeginu í dag. Þátturinn er farsi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg