fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Íbúar Voga þurfa nú að greiða fyrir sundferðina – „Stórt skarð hoggið fyrir bæjarbúa“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi frá því í gær að Akraneskaupstaður hefði fimmfaldað verðmiðann í sundlaugina Guðlaugu um áramótin. Stakur miði fyrir 18 ára og eldri kostar nú 2.500 krónur en kostaði 500 krónur fyrir áramót. Íbúar Akraness hafa lýst yfir óánægju sinni með verðhækkunina og hafa margir lýst því yfir að þeir hyggist ekki venja komur sínar meira í Guðlaugu. Bærinn sé að dekra við ferðamennina og breyta lauginni í túristalaug.

Sjá einnig: Akraneskaupstaður fimmfaldaði verðmiðann í heita sundlaug – „Þetta er ekki gert af mannvonsku“

Sama óánægja ríkir í Vogum á Vatnsleysuströnd, ekki vegna túristalaugar, heldur verðhækkunar í sundlaug bæjarins. Um árabil hafa íbúar bæjarins sem þar eru skráðir með lögheimili fengið frítt í sund, en í desember ákvað bæjarráð og bæjarstjórn að byrja að rukka. 

Á fundi bæjarráðs 6. desember var lögð fram tillaga að þjónustugjaldskrá Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2024. 

„Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um þjónustugjaldskrá Sveitarfélagsins Voga 2024 með áorðnum breytingum og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn,“ eins og segir í fundargerð.

Viku síðar, 13. desember, var afgreiðsla bæjarráðs tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar og samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum: „Afgreiðsla bæjarstjórnar: Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.“

Hækkunin formlega tilkynnt þremur vikum síðar

Í gær, 3. janúar birtist síðan frétt á vef Voga um hækkunina og að ný gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar, sem birt var á vef sveitarfélagsins í desember, hafi tekið gildi í ársbyrjun. Sé flett í fréttasafni fyrir desember má enga frétt sjá um gjaldskrárbreytingar, en gjaldskrá fyrir árið 2024 er á vefnum.

Um hækkunina segir að við ákvörðun bæjarstjórnar hafi verið litið til úrskurðar Innviðaráðuneytisins sem komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum á liðnu ári að óheimilt væri samkvæmt lögum að útfæra gjaldskrár sundstaða þannig að í þeim fælist mismunun á grundvelli lögheimilisskráningar. Bent er á að eftir sem áður geti þeir sem vilja meðal annars keypt árskort á talsvert betri kjörum en tíðkast í flestum öðrum sveitarfélögum hér á landi.

Árskortið lækkar

Ef gjaldskrá ársins 2023 er skoðuð má sjá að íbúar Voga og starfsfólk fengu áður frítt í sund, nú þurfa þeir að greiða 1.000 kr. fyrir hverja heimsókn. Árskort kostar nú 19.000 kr., í stað 33.000 kr. áður. 10 skipta kort hækkar úr 5.000 kr. í 5.500 kr. og 30 skipta kort úr 12.000 kr. í 13.500 kr. Börn 0-17 ára og eldri borgarar 67 ára og eldri greiða ekkert. Áður greiddu börn að 18 ára aldri 350 kr. fyrir skiptið.

Í íbúahópi á Facebook, degi áður en hækkunin er auglýst formlega á vef sveitarfélagsins, eru margir íbúar ekki par sáttir með hækkunina og að henni hafi verið skellt á með stuttum fyrirvara. „Breytingin er eitt, en að gera það án fyrirvara og skýringa er virkilega dónalegt og frekt.“

Einn íbúa segir: „Það voru ótrúleg lífsgæði fólgin í því að komast í laugina hér í heimabyggð sér að kostnaðarlausu. Þarna er stórt skarð hoggið fyrir bæjarbúa. Bæði likamlega, andlega og félagslega.“ Bendir hann svo á að einnig hafi ársgjaldið í líkamsrækt Voga hækkað um 35% „Svo út úr kú að það hálfa væri nóg. Ómönnuð stöð með annað hvert tæki í lamasessi.“

Kona nýflutt í bæinn vonar að fasteignagjöldin hækki ekki líka: „Mér finnst fasteignagjöldin fáránlega há, nýflutt og við þurfum að borga töluvert meira af einu húsi en tveimur íbúðum. Fasteignamat okkar af tveimur íbúðum var mun meira en af einu húsi (a.m.k. 40 – 50 mill hærra ) og fasteignagjöldin hér eru samt a.m.k. 12 þús hærri. Ómögurlegt að skilja það, vona að þau verði ekki hækkuð líka.“

Einum íbúa finnst rukkunin í sundið ásættanleg og bendir á að  „Árskort kostar 19.000kr. Ennþá hræódýrt að fara í sund fyrir stórnotendur.“

Annar bendir á einhvers staðar þurfi að rétta hallann á rekstri sveitarfélagsins: „Hluti af vandamálinu gæti verið það að í fyrra þá hækkuðu laun hjá ég ætla að segja öllum. Það gerist eftir að það var búið að ákveða öll gjöld eins og fasteignagjöld og útsvar. Við það myndast örugglega ákveðinn halli. Eins var líklega snjómokstur hærri en fyrri ár við það myndast halli. Einhvern veginn þarf að rétta af þennan halla og það er ekki gert með því að lækka gjöld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir