fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

„Að komast í lyfjaskömmtun hjá Árna Tómasi lækni hefði breytt lífi sonar míns mikið“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir skömmu síðan var læknirinn Árni Tómas Ragnarsson sviptur lækningaleyfi að hluta, þannig að hann hefur ekki lengur heimild til að ávísa lyfjum. Ástæðan er sú framganga Árna að ávísa ópíóðalyfjum til fíknisjúklinga, í skaðaminnkunarskyni. Árni hefur tjáð sig frjálslega um þetta í aðsendum greinum í Morgunblaðinu.

Sú ákvörðun Landlæknis að svipta Árna heimild til lyfjaávísana hefur vakið gagnrýni og sumir halda því fram að þetta auki mjög á vanda sjúklinga hans og komi í veg fyrir að þeir geti lifað eðlilegu lífi.

Móðir fíkils, Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, tjáir sig um þetta í grein á Vísir.is í dag:

„Að komast í lyfjaskömmtun hjá Árna Tómasi lækni hefði breytt lífi sonar míns mikið. Hann gæti þá tekið inn hreint efni og þarf þá ekki að kaupa lífshættuleg efni á svarta markaðnum sem gætu kostað hann lífið. Hann bíður eftir afeitrun og meðferð og sú bið er svo löng að réttnefni biðarinnar, er biðin á dauðalistanum,“ segir Dagbjört, en sonur hennar er 32 ára.

Hún segir ennfremur:

„Heilbrigðisyfirvöld verða að fara að horfast í augu við að ,,ópíóðafaraldurinn’’ eins og þeir kalla er ekki faraldur sem gengur yfir. Ópíóðanotkun fíknisjúklinga er komin til að vera og eykst ef ekkert er að gert. Farið að taka ákvörðun hvort þið ætlið að umgangast fíknisjúklinga sem sjúklinga eða úrhrök sem mega deyja drottni sínum! Fólk er að deyja í stríðum straum og þið gerið ekkert!“

Dagbjört segir að Árni hafi uppfyllt læknaeiðinn með því að lina þjáningar fíknisjúklinga með því að skrifa upp á fyrir þá ópíóðalyf. Hann hafi mætt sjúklingum sínum á þeim stað sem þeir voru á. Hún átelur heilbrigðisyfirvöld fyrir að taka ekki ábyrgð á þeim sjúklingum sem Árni annaðist og segir að þeir muni fremja glæpi og lenda í fangelsum, verða heimilislausir og jafnvel deyja.

Dagbjört fer yfir lög um réttindi sjúklinga og bendir á að fíknisjúklingar njóti ekki fullkominnar heilbrigðisþjónustu. Greinina má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans