fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Þjóðverjarnir brjálaðir og rifu myndina af Loga niður

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 10:22

Logi Geirsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, var gestur í hlaðvarpsþættinum Handkastið í gær en eins og kunnugt er eru aðeins nokkrir dagar í að íslenska karlalandsliðið hefur leik á EM í Þýskalandi.

Logi spilaði ófáa landsleikina á gullaldartíma íslenska landsliðsins og rifjaði hann upp eftirminnilegt atvik sem átti sér stað í leik Íslands og Þýskalands á HM í Þýskalandi árið 2007 þegar hann kastaði boltanum í höfuðið á Christian Zeitz.

Um var að ræða leik í milliriðli sem skipti litlu máli og fékk Ísland aukakast um það leyti sem fyrri hálfleikur kláraðist.

,,Ég var búinn að vera geggjaður, ég var búinn spila vel og ég get alveg prjónað yfir mig í sjálfstrausti og ég man að ég ætlaði að skrúfa boltann öfugt yfir hann,“ sagði hann en ekki vildi betur til en svo að boltinn fór í höfuðið á Zeitz.

„Þetta var náttúrulega mjög eftirminnilegt því Þjóðverjar eru mjög blóðheitir. Á þessum tíma var ég að spila með Lemgo og allt þýska byrjunarliðið var liðsfélagar mínir úr Lemgo. Og þeir ráðast allir á mig þarna alveg brjálaðir. Þeim var skítsama. Þetta var algjör þvæla,“ sagði hann og hélt áfram:

„Það var mynd af mér á rútunni hjá Lemgo og þeir rifu myndina niður. Það var þvílíkt ástand þarna. Í grófum dráttum þá hoppar hann þarna upp hann Seitz, fær hann í ennið og leikur að hann hafi fengið hann í andlitið,“ segir Logi. Þjóðverjarnir voru ekki á því að gleyma þessu atviki og fyrirgefa Loga strax.

„Það var púað á mig í öllum höllum, í öllum leikjum það sem eftir var af keppninni.“

Hægt er að hlusta á Handkastið í öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Íslenska landsliðið er í riðli með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi á EM en fyrsti leikurinn er gegn Serbum föstudaginn 12. janúar. Síðan er leikur gegn Svartfjallalandi sunnudaginn 14. janúar og síðasti leikurinn í riðlakeppninni er gegn Ungverjum þriðjudaginn 16. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg