Úkraínski tölvuþrjótahópurinn Cyber Resistance segir að sögn Kyiv Independent að hann hafi komist yfir tölvupóst frá samskiptadeild rússneska flotans þar sem skýrt er frá mannfalli í árásinni.
Kemur fram að 74 rússneskir hermenn hafi fallið í árásinni og 27 hafi særst.
Rússnesk yfirvöld hafa staðfest að skipið hafi orðið fyrir loftárás og að einn hermaður hafi fallið í árásinni.
Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að Úkraínumenn hafi gert loftárás á skipið, tvær orustuþotur hafi skotið flugskeytum að því.
Úkraínsku tölvuþrjótarnir segja að tölvupósturinn hafi verið sendur til starfsmanns hjá rússnesku ríkissjónvarpsstöðinni Rossiya 1.
Novocherkassk var 113 metra langt og var hannað til að flytja hermenn og setja í land. Það gat flutt brynvarin ökutæki og 240 hermenn. 87 voru í áhöfn þess.