Þetta sagði Budanov í viðtali við Radio Svoboda í síðustu viku. „Sá Pútín, sem allir þekktu, sást síðast í kringum 26. júní 2022,“ sagði hann. Þegar hann var spurður hvort hann telji að Pútín sé enn á lífi, svaraði hann: „Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessu.“
Þáttastjórnandinn sagðist þá telja að hún telji að Pútín hafi notast við tvífara og var Budanov sammála henni um það.
Mirror segir að nokkur atriði styðji þessa kenningu Budanov.
Eitt þeirra er að Úkraínumenn hafa haldið því fram að í fjölda skipta, sem Pútín hefur birst opinberlega, hafi eyru hans verið mismunandi. Í ágúst sagði Budanov að eyru Pútíns væru öðruvísi en á gömlum myndum. Einnig væri hann ýmist hávaxnari eða lágvaxnari á nýjum myndum en hann á að vera.
Einnig hefur verið bent á að Pútín er alltaf með rándýrt Raketa úr á hægri úlnlið. Í ágúst bar hins vegar svo við að hann virtist algjörlega hafa gleymt á hvorum úlnliðnum úrið átti að vera.