fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Telur að Pútín sé dáinn og að Rússar notist við tvífara hans

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. september 2023 04:11

Pútín er ekki í uppáhaldi hjá öllum samlöndum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hefur því verið haldið fram að Vladímír Pútín notist óspart við tvífara á opinberum vettvangi. Kyrylo Budanov, yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar, telur að Pútín hafi látist fyrir rúmu ári og að Rússar notist við tvífara hans.

Þetta sagði Budanov í viðtali við Radio Svoboda í síðustu viku. „Sá Pútín, sem allir þekktu, sást síðast í kringum 26. júní 2022,“ sagði hann. Þegar hann var spurður hvort hann telji að Pútín sé enn á lífi, svaraði hann: „Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessu.“

Þáttastjórnandinn sagðist þá telja að hún telji að Pútín hafi notast við tvífara og var Budanov sammála henni um það.

Mirror segir að nokkur atriði styðji þessa kenningu Budanov.

Eitt þeirra er að Úkraínumenn hafa haldið því fram að í fjölda skipta, sem Pútín hefur birst opinberlega, hafi eyru hans verið mismunandi. Í ágúst sagði Budanov að eyru Pútíns væru öðruvísi en á gömlum myndum. Einnig væri hann ýmist hávaxnari eða lágvaxnari á nýjum myndum en hann á að vera.

Einnig hefur verið bent á að Pútín er alltaf með rándýrt Raketa úr á hægri úlnlið. Í ágúst bar hins vegar svo við að hann virtist algjörlega hafa gleymt á hvorum úlnliðnum úrið átti að vera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“